Skilvirkari vörumóttaka í Reykjavík

Mánudaginn 5. desember tók vörumóttaka sendinga innanlands breytingum sem eiga að auka skilvirkni og standa enn betur undir væntingum viðskiptavina til okkar.

Breytingarnar fela í sér að sendibílar munu verða flokkaðir í þrjár raðir við komu:

  • Forbókuð og strikamerkt bretti
  • Forbókaðar og strikamerktar pakkasendingar
  • Óforbókaðar og/eða óstrikamerktar sendingar

Starfsfólk vörumóttöku munu leiðbeina bílstjórum svo allt gangi vel fyrir sig en búast má við því að afgreiðsla óbókaðra og ómerktra sendinga geti tekið lengri tíma en áður.  Við beinum því þeim tilmælum til viðskiptavina að merkja og bóka allar sendingar fyrirfram ef kostur er. 

Hægt er að skrá og merkja sendingar á einfaldan hátt:

  1. á þjónustuvef Samskipa
  2. í vöruafgreiðslunni 
  3. með því að tengjast Samskipum beint í gegnum tölvukerfi fyrirtækisins

Nánari upplýsingar um tölvutengingar og aðgang að þjónustuvef veita þær Kristín Ösp Þorleifsdóttir í síma 4588218 og Lára Dís Albertsdóttir í síma 4588214.  

Einnig má senda á þær fyrirspurnir í gegnum netfang kristin.osp.thorleifsdottir@samskip.com og lara.dis.albertsdottir@samskip.com.