Sparaðu tíma í jólaösinni – sjálfsafgreiðsla hjá Landflutningum í Kjalarvogi

Búið er að taka í notkun sjálfsafgreiðsluskjá hjá Landflutningum í Kjalarvoginum.  Þar er bæði hægt að skrá sendinguna eða sækja bókun sem forskráð hefur verið á landflutningar.is og gildir einu hvort sendandi eða móttakandi er greiðandi.

Er nýja viðmótið einfalt í notkun svo skráning á jólapökkunum verður lítið mál.
Í hönnuninni var leitast við að hafa framsetningu skýra og einfalda og auðvelda notendum skráninguna eftir fremsta megni.  Er uppfletting á sendendum og móttakendum t.d. þannig að viðkomandi er valinn úr þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá eftir því sem við á og upplýsingarnar lesnar inn, svo ekki þarf að fylla út marga reiti, með tilheyrandi hættu á villum.
Í lokin er viðskiptavininum boðið upp á að fá senda kvittun í tölvupósti og lágmarka þannig pappírsnotkun.
Sjálfsafgreiðsluskjár verður settur upp á Akureyri í næstu viku og í framhaldi á fleiri afgreiðslustöðum Landflutninga á fyrri helmingi næsta árs.
Við vonumst til að sem flestir nýti sér þessa nýju leið til að skrá sendinguna sína.

Hér getur þú forbókað sendinguna þína