Uppfært: Víða lokað vegna veðurs

Uppfært:
Gert er ráð fyrir því að akstur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verði samkvæmt áætlun nú síðdegis.  Það á við um Suðurnes, Selfoss, Akranes, Borgarnes og Snæfellsnes.  Enginn akstur verður hins vegar á lengri leiðum til og frá Reykjavík í dag vegna ófærðar og lokun vega um allt land.  Við vonumst til þess að geta hafið akstur á lengri leiðum snemma í fyrramálið.  Nánari upplýsingar um lokun vega má sjá á https://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/ 


Starfsstöðvar okkar á Dalvík, Akureyri, Reyðarfirði og Egilsstöðum eru lokaðar í dag vegna veðurs. Þar er rafmagnslaust enn sem komið er. Gámaakstur er hafin á höfuðborgarsvæðinu.

En enn eru víðtækar lokanir á vegum um allt land þannig að bið verður á að hægt verði að hefja akstur út frá starfsstöðvum.  Nýjar upplýsingar um akstur verða veittar eftir hádegi í dag.

Ljóst er að svona veður setur allt úr skorðum í starfsemi eins og okkar, en við leggjum okkur fram um að koma hlutum í fastar skorður og á áætlun jafnskjótt og aðstæður batna.

Öryggið er alltaf haft í fyrirrúmi.