Stór dag­ur í lofts­lags­mál­um

Und­ir­ritað var í dag vilja­yf­ir­lýs­ingu um að taka í notk­un há­spenni­búnað fyr­ir flutn­inga­skip við Sunda­bakka og Voga­bakka í Reykja­vík.

Und­ir­ritað var í dag vilja­yf­ir­lýs­ingu um að taka í notk­un há­spenni­búnað fyr­ir flutn­inga­skip við Sunda­bakka og Voga­bakka í Reykja­vík.

Búnaður­inn mun draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og staðbund­inni loft­meng­un frá starf­semi hafn­ar­svæða í Reykja­vík. Um er að ræða fyrsta áfanga í því verk­efni að tryggja raf­teng­ing­ar fyr­ir stærri skip í höfn­um á Íslandi.

Áætlað er að raf­væðing­in í þess­um áfanga komi til með að draga úr bruna á yfir 660 þúsund lítr­um af olíu og draga þannig úr los­un kol­díoxíðs um 9.589 tonn eða um 20% af nú­ver­andi los­un á starfs­svæði Faxa­flóa­hafna.

Faxa­flóa­hafn­ir, Veit­ur og ríkið leggja til 100 m.kr. hvert um sig í þenn­an fyrsta áfanga en ef allt geng­ur að ósk­um munu flutn­inga­skip Sam­skipa geta tengst landraf­magni á næsta ári. Verk­efnið er sagt í sam­ræmi við stefnu Íslands í lofts­lags­mál­um og í sam­ræmi við Lofts­lags­stefn­ur Reykja­vík­ur­borg­ar og Faxa­flóa­hafna.  

Land­teng­ing skipa við raf­magn er mik­il­væg­ur þátt­ur í að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og bæta loft­gæði við hafn­ir, seg­ir í til­kynn­ingu frá um­hverf­is­ráðuneyt­inu. Á síðustu árum hafa mögu­leik­ar á því að tengja stærri skip landraf­magni verið kannaðir ít­ar­lega og nú er fyrsta skrefið stigið með und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar um teng­ingu skipa í Sunda­höfn. Sjá nánar á mbl.is

Stefna Samskipa er að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Samskip eru félagi í Festu og einn af stofnendum Votlendissjóðsins en einna mikilvægasti þátturinn í umhverfismálum Samskipa eru fjölþátta flutningar sem samkvæmt hvítbók Evrópusambandsins eru hagkvæmastir fyrir umhverfið. Viðskiptamódel Samskipa byggir á fjölþátta flutningum.

„Við erum með skýr markmið í umhverfismálum en við settum okkur þau markmið að minnka kolefnisspor í innanlandsflutningunum um 11 prósent á fimm ára tímabili, þ.e.a.s. frá 2015 til 2020 og í skipaflutningum um 10 prósent á sama tímabili,“ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir markaðsstjóri Samskipa á Íslandi. „Auk þess ætlum við að auka flokkun á endurnýtanlegum úrgangi úr 46 prósentum í 60 prósent. Þannig vinnum við markvisst að því að minnka kolefnissporið.“

Visthæfni leikur stórt hlutverk hjá Samskipum og félagið er mjög framarlega í umhverfisvænni lausnum fyrir viðskiptavini sína. „Við nýtum umhverfisvænni kosti þar sem við ráðum yfir lestum og fljótaprömmum til viðbótar við vörubílaflutninga á meginlandinu. Þetta er svokölluð Multimodal eða fjölþátta hugmyndafræði sem byggir á því að skapa aukin verðmæti fyrir viðskiptavini, með umhverfisvænni flutningum. Það er gert með því að velja umhverfisvænasta flutningsmátann í hverjum legg fyrir sig og draga þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda sem skiptir sífellt meira máli. Leggurinn með vörubílnum er til dæmis hafður eins stuttur og kostur er,“ segir Þórunn Inga.