Stórbættar lestarsamgöngur á milli Noregs og meginlands Evrópu
Samhliða tíðum áætlunarsiglingum til níu hafna í Noregi frá meginlandinu, bjóða Samskip nú upp á brottfarir með lestum til Noregs alla daga frá Duisburg í Þýskalandi.
Lestarstöð Samskipa í Duisburg þjónar nú þegar fjölda af lesta á leið til og frá Skandinavíu. Frá stöðinni, sem er 140 þúsund fermetrar að stærð, eru farnar 42 brottfarir til Svíþjóðar og þaðan áfram til Noregs með lestum félagsins.
Góðar tengingar eru frá lestarstöðinni áleiðis um allt Þýskaland, Belgíu og Holland með 45 feta gámum, sem hafa sömu geymslugetu og vagnar sem notaðir eru til flutninga á vegum Evrópu. Auk þess bjóða Samskip upp á flutninga með lestum og á sjó til og frá Frakklandi, Spáni, Bretlandi, Írlandi, Ítalíu og Tyrklandi.
Hér má fá nánari upplýsingar um lestakerfi Samskipa í Evrópu