Stórframkvæmdir í Bíldudalshöfn
RÚV fjallaði nýverið um þá uppbyggingu sem á sér stað á Bíldudal og þá möguleika sem opnast með nýrri siglingaleið Samskipa.
„Það hefur orðið mikil sprenging í starfsemi í höfninni. Við erum bæði með laxeldið, kalkið og svo erum við komin með millilandasiglingar hingað þannig að það kallar mikið á að byggja þar upp höfnina,“ sagði Rebekka Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar, í viðtali á Morgunvaktinni.
Í stefnuræðu bæjarstjórnar Vesturbyggðar kemur fram að heildartekjur hafnarsjóðs hækki umtalsvert milli ára og eru áætlaðar 155 miljónir króna. Þetta er rakið til aukinna umsvifa í fiskeldi í Vesturbyggð, aukningar á komu skemmtiferðaskipa til Patreksfjarðar og strandsiglinga Samskipa til Bíldudalshafnar segir í fréttinni á RÚV.