Tafir á afhendingu á Austurlandi vegna lokana á vegum
Vegna veðurs og lokunar vegna hjá Vegagerðinni hafa flutningabílar okkar á leið til Egilsstaða og Reyðarfjarðar ekki komist á áfangastað. Beðið er áttekta á Akureyri eftir að vegir opnist á ný. Mývatns og Möðrudalsöræfi hafa verið lokuð frá í gærkvöldi og nýjar upplýsingar um opnun ekki að vænta frá Vegargerðinni á ný fyrr en um kl. 14:30 og því óvíst hvenær sendingar komast á áfangastað. Upplýsingar um veglokanir má finna á umferdin.is.