Team Samskip – sannir sigurvegarar

Hjólakapparnir okkar sem tóku þátt í WOW cyclothon í síðustu viku notuðu tækifærið í hádeginu í dag og þökkuðu fyrir þann frábæra stuðning og hvatningu sem þau fengu frá samstarfsmönnum sínum hjá Samskipum og fyrirtækinu sjálfu.  

Þau söfnuðu 234.000 kr. fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörgu, og þar munaði mestu um frábæran stuðning Samskipa sem lagði 150.000 kr. til málefnisins í nafni Team Samskip.

Pálmar Óli, forstjóri notaði einnig tækifærið og óskaði liðsmönnunum til hamingju með þennan frábæra árangur, en liðið endaði í 19-21 sæti, og hjólaði hringinn á 41 tíma og 31 mínútu!  Það er gífurleg bæting frá fyrra ári en þá voru þau í 55 sæti og voru 3 klukkutímum lengur.   

Svo má líka geta þess að Team Samskip er 100% skipað starfsmönnum Samskipa, en ekki öll fyrirtækin í keppninni í ár eru svo heppin og þurftu að leita út fyrir starfsmannahópinn til að ná í fullskipað lið!

Liðsmenn Team Samskip eru þau:
Aðalsteinn Sigurgeirsson, innanlandsdeild
Arnar Þorsteinsson, vélaverkstæði
Darri Hilmarsson, hagdeild
Einar Már Björnsson, innflutningsdeild
Freyja Eiríksdóttir, mannauðsdeild
Ingi Þór Hermannsson, innanlandsdeild
Jón Ingi Þrastarson, innflutningsdeild
Jón Þór Jónsson, innanlandsdeild
Orri Helgason, stórflutningadeild
Valdemar Valdemarsson, innanlandsdeild