Team Samskip sló persónulegt met í WOW cyclothon

Team Samskip, skipað 10 starfsmönnum Samskipa, kom í mark í WOW cyclothoninu á 40 klukkustundum og 29 mínútum og lentu þar með í 9. sæti af 77 liðum sem tóku þátt í keppninni. Þetta er stórkostlegur árangur en í fyrra lenti liðið í 19.-21. sæti og var þá kosið hástökkvari keppninnar.  

Að sögn liðsins var keppnin erfið en mjög skemmtileg. Mikill hraði einkenndi keppnina í ár enda var veðrið með eindæmum gott mestalla leiðina. 

DSC_2217_unnin