Þarf allan þennan pappír?

Við hjá Samskipum höfum unnið að því að draga úr notkun pappírs og fjölga rafrænum reikningum síðustu ár í samræmi við umhverfisstefnu félagsins. Síðustu ár hefur innkaupa og greiðslustýringardeildin unnið að því að auka móttöku rafrænna reikninga sem hefur skilað því að 85% allra reikninga berast núna rafrænt . Frá og með 1. janúar 2020 munum við stíga skrefið til fulls og hætta að taka á móti reikningum á pappírsformi.
Minni pappír & allir hagnast
- Það er ódýrara að senda rafrænan reikning en pappírsreikning
- Það er einfaldara að senda rafrænan reikning en að senda pappírsreikning
- Reikningur skilar sér fyrr og misferst ekki
- Síðast en ekki síst hefur það jákvæð áhrif á umhverfið
Hvað geri ég?
Þeir sem eru með rafrænt bókhaldskerfi geta á einfaldan hátt sent rafræna reikninga á XML formi og óskar Samskip eftir að þeirri tengingu sé komið á. Þeir sem eru ekki með rafrænt bókhaldskerfi geta sent reikning á XML formi í gegnum vefsíðu InExchange. Sjá nánar á síðu http://www.inexchange.is/IS/
Nánari upplýsingar og aðstoð veita:
Guðmundur Á. Guðmundsson
Sigrún Brynjarsdóttir
Enn sem komið er munum við taka á móti reikningum á PDF formi á e-invoices-1000@samskip.com en kjósum frekar XML.