Þjónusta Samskipa Innanlands

Þjónustu sem hefur verið sinnt af öðrum en bílstjórum Samskipa sem eru í Eflingu er haldið áfram með sama hætti og hingað til. Gert er ráð fyrir einhverri röskun á þjónustu Samskipa til og frá Norðurlandi Eystra, Austurlandi, Selfossi og Vestmannaeyjum.  

Verkfallið nær ekki til aksturs til og frá Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Norðurlandi Vestra og Suðurlandi austan Selfoss. 

Við munum gera okkar ítrasta til að draga úr áhrifum verkfallsins á þjónustu okkar. 

Ofangreint er háð því að nægjanlegt framboð verði af olíu.  

Nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustudeildir Samskipa Innanlands.