Tilkynning · Röskun á akstri innanlands

Röskun verður í dag á akstri innanlands vegna veðurs á Vestfirði sem og á Norður- og Austurland.
Ferðir til Akureyrar falla niður og er stefnt að því að lagt verði af stað í fyrramálið, laugardaginn 1. febrúar.
Ferðir til Egilsstaða og Reyðarfjarðar falla einnig niður í dag. Farið verður austur á sunnudaginn 2. febrúar.
Þá falla niður ferðir til Ísafjarðar. Farið verður af stað þegar og ef færi gefst.