Tilkynning um aðilaskipti á innanlandsflutningum

Frá og með 1. janúar 2020 mun öll starfsemi er varða innanlandsflutninga Samskipa hf. færast yfir í dótturfélag félagsins, Samskip innanlands ehf. Kt. 710169-4639.

Tilfærslan tekur til afmarkaðs rekstrarþáttar og mun öll sú starfsemi sem starfrækt er og varðar innanlandsflutninga færast yfir í nýja félagið. Tilfærslan felur m.a. í sér að dótturfélagið, Samskip innanlands ehf., mun yfirtaka þau réttindi og skyldur sem grundvallast á flutningssamkomulagi varðandi innanlandsflutninga milli viðskiptavina og Samskipa hf.

Breytingin mun taka gildi frá og með næstu áramótum.  Frá þeim tíma mun Samskip innanlands ehf. annast framkvæmd umsaminnar þjónustu milli aðila. Það skal tekið fram sérstaklega að tilfærslan mun engin áhrif hafa á viðskiptasambandið að öðru leyti en að framkvæmd þjónustunnar mun færast yfir í  dótturfélagið.

Með bestu óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár.