Tilkynning um breytingu á LSS
2015
voru innleiddar reglur um að hámarks brennisteinsinnihald olíu væri 0,1% á
ákveðnum hafsvæðum (Emission Control Areas, ECA) og frá þeim tíma hafa
Samskip innheimt umhverfisgjald, svonefnt low sulphur surcharge eða LSS.
Frá og með 1. janúar 2020 verða innleiddar
breyttar alþjóðlegar reglur um brennisteinsinnihald í skipaolíu utan ECA svæða.
Þar verður hámarks brennisteinsinnihald olíu 0,5% í stað 3,5%. Eins og áður
segir taka þessar breytingar til hafsvæða fyrir utan þau svæði sem voru
skilgreind fyrir 0,1% innihald árið 2015.
Reglugerðin er vegna samþykktar Sameinuðu
þjóðanna um umhverfisvænni sjóflutninga, sem framfylgt er af
Alþjóðasiglingamálastofnuninni (International Maritime Organization). Tilgangur
reglugerðarinnar er að gera skipaflutninga umhverfisvænni með því að draga
úr innihaldi brennisteins í brennsluolíu.
Þessar breytingar munu auka olíukostnað sem hefur í för með sér hækkun á umhverfisgjaldi (LSS). Sem fyrr mun umhverfisgjaldið þróast í takt við olíuverð.
Samskipum er afar umhugað um umhverfið og telja metnaðarmál að vera í fararbroddi þegar kemur að því að taka upp nýja tækni og aðferðir sem draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar. Áherslan er lögð á hvernig koma megi vörunni á milli staða á sem hagkvæmastan hátt fyrir viðskiptavini og umhverfið. Það er gert með því að hámarka nýtinguna í flutningakerfunum þannig að orkunotkun á hverja flutningseiningu sé lægri og einnig með því að nota sem hagkvæmust flutningatæki. Samskip fylgjast grannt með tækniframförum og eiga í margvíslegu samstarfi um tækniþróun í flutningum.
Nýtt LSS mun taka gildi frá 15.desember og verður 153USD á TEU en hægt er að nálgast frekari upplýsingar um reglur varðandi brennisteinsinnihald skipaolíu hér.
Ef þú óskar
eftir frekari upplýsingum vinsamlegast hafið samband við viðskiptastjóra þinn
eða þjónustudeild Samskipa.
Announcement of changes to the LSS, December 2nd, 2019
Dear customer,
Rules regarding a 0.1% maximum sulphur content of fuel oil in areas (Emission Control Areas - ECA) were introduced in 2015. Samskip has collected the low sulphur surcharge (LSS) environmental fee since.
As of January 1, 2020, amended international rules on shipping fuel oil’s sulphur content outside of ECA regions come into force. In those areas, the maximum sulphur content of bunker fuel is limited to 0.5% instead of 3.5%. As mentioned, the changes apply to regions outside the areas defined for 0.1% content in 2015.
The regulation is a result of the United Nations Convention for the Prevention of Pollution from Ships, enforced by the International Maritime Organization. The regulation’s purpose is to make shipping more environmentally friendly by reducing sulphur in bunker fuel.
These changes increase fuel costs, resulting in a higher environmental fee (LSS). As before, environmental fee changes follow oil price changes.
Samskip is very concerned about the environment and prides itself of being at the forefront in adopting new technologies and methods to reduce the environmental impact of its operations. The focus is on transporting products between places in the most cost-effective way available for both customer and the environment. This is done by maximizing the utilization of the transport systems, reducing energy consumption per transport unit, as well as by using the most efficient modes of transport. Samskip closely monitors technological progress and takes part in a wide range of technological development in shipping.
The new environmental fee (LSS) will be USD 153 per TEU and will be valid as of 15th of December 2019 . More information about the sulphur content of shipping oil is accessible here.
Should you require further information, please contact your Key Account Manager or Samskip’s Customer Service