Tilkynning vegna lokunar á þjóðvegi 1

Vegna lokunar á þjóðvegi 1 í Suðursveit er nauðsynlegt að aka allri vöru um Norður- og Austurland. 

Vegna þessa verður tímabundið álag lagt á flutningsgjöld vegna vöruflutninga á Höfn og Fagurhólsmýri sem nemur 50% af flutningsgjöldum. 

Þeir viðskiptavinir sem óska eftir að beðið verði með flutning á þeirra vörum, þangað til vegasamband kemst aftur á, vinsamlega hafi samband við KASK flutninga í síma 470 8200.

Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk KASK flutninga í síma 470 8220.