Upplýsingar fyrir viðskiptavini Samskipa vegna tilskipunar Evrópusambandsins um minnkun brennisteinsoxíða í útblæstri skipa

Þann 1. janúar 2015 tekur gildi tilskipun Evrópusambandsins 2012/33/EU um takmörkun brennisteinsoxíða (SOx) í útblæstri skipa.

Þar með verður hámark leyfilegs magns brennisteinsoxíða í útblæstri skipa lækkað um 90% eða úr 1,0% niður í 0,1% á tilteknu hafsvæði í Norðursjó, í Ermarsundi og Eystrasaltinu (e. Sulphur Emission Control Areas, SECA).  Svæði þetta þekur stóran hluta af siglingaleiðum Samskipa.

Tilskipunin grundvallast á Regulation 14 frá Alþjóðlegu siglingastofnuninni (International Maritime Organization, IMO) sem er undirstofnun Sameinuðu þjóðanna.  Tilskipun Evrópusambandsins, hafsvæðið sem um ræðir og Regulation 14 frá IMO má má nálgast með því að smella á undirstrikaða textann í þessari málsgrein.

Sem stendur er eina raunhæfa leiðin til þess að mæta þessum hertu umhverfiskröfum sú að brenna gasolíu (e. Marine Gas Oil, MGO) í stað svartolíu (e. Heavy Fuel Oil, HFO) á skipum Samskipa sem sigla um fyrrgreint hafsvæði.

Gildistakan mun því miður hafa áhrif á rekstrarkostnað skipa til hækkunar vegna verðmunar á gasolíu og svartolíu.

Í ljósi þessa munu Samskip setja á sérstakt umhverfisgjald til að mæta þeim kostnaði sem til fellur vegna tilskipunarinnar og mun það nema $65 á hverja gámaeiningu (TEU). Á stykkjavöru mun gjaldið nema $8 á hvert tonn eða $4 á hvern rúmmetra.  Lágmarksgjald verður $4.
Gildistakan verður frá og með 1. janúar 2015.

Umhverfisgjaldið verður endurskoðað til lækkunar eða hækkunar eftir því sem aðstæður gefa tilefni til.  Samskip munu leita allra leiða til að framfylgja tilskipun um umhverfisvænni útblástur skipa með eins hagkvæmum hætti og mögulegt er, til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína.