Velkomin í bás G70

Sérfræðingar Samskipa taka vel á móti gestum Sjávarútvegssýningarinnar sem heimsækja básinn okkar. Þar kynna þeir víðfemt og þéttriðið flutninganet okkar á sjó, landi og lofti um allan heim og einnig splunkunýjan vef Landflutninga.

Sérfræðingar Samskipa taka vel á móti gestum Sjávarútvegssýningarinnar sem heimsækja básinn okkar. Þar kynna þeir víðfemt og þéttriðið flutninganet okkar á sjó, landi og lofti um allan heim og einnig splunkunýjan vef Landflutninga með nýjungum sem auka enn frekar skilvirkni flutninganna. Básinn hefur númerið G70 og er auðfundinn.

Samskip eru alþjóðlegt fyrirtæki og öflugur bandamaður sjávarútvegsins. Á hverju ári flytja Samskip yfir milljón tonn af frystum afurðum fyrir viðskiptavini sína á markað víða um heim. Stærsti hlutinn af því eru frystar sjávarafurðir. Við flytjum einnig viðkvæma ferskvöru heimshorna á milli, vörur sem þurfa á nákvæmri hitastýringu að halda eins og ferskur fiskur af Íslandsmiðum.

Meginstarfsemi Samskipa byggir á gámaflutningum í Evrópu, flutningum á Norður-Atlantshafi, hitastýrðum flutningum um allan heim ásamt sérhæfðri flutningsmiðlun og stórflutningum innan Evrópu.

Starfsmenn Samskipa eru um þrettán hundruð og starfa um allan heim. Fyrirtækið rekur starfsstöðvar í 24 Evrópulöndum auk starfstöðva í Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Ástralíu.

Líttu við hjá okkur á Sjávarútvegssýningunni, það er allaf pláss fyrir þig hjá okkur.