Verkfall boðað hjá skipstjórnarmönnum og vélstjórum
Skipstjórnarmenn og vélstjórar hafa boðað til verkfalls frá og með miðnætti 1. febrúar nk. takist ekki samningar fyrir þann tíma.
Ef samningar nást ekki og verkfall skellur á, er ljóst að tvö af fjórum skipum, sem sinna áætlunarsiglingum til og frá Íslandi, verða stöðvuð.
Samkvæmt áætlun á Helgafellið að fara frá Kollafirði 1. febrúar á leið sinni til Reykjavíkur og Arnarfellið að fara frá Immingham á Bretlandseyjum áleiðis til Rotterdam.
Ef til verkfalls kemur gerum við ráð fyrir að skipin stoppi hér á Íslandi en að þau verði ekki losuð, nema um annað verði samið.
Fyrsta skipið sem þetta hefur áhrif á verður því Helgafellið við komu til Reykjavíkur 3.febrúar. Arnarfellið er áætlað til Reykjavíkur 10. febrúar.