Verkfall mun hefjast hjá bílstjórum Samskipa á hádegi á morgun, miðvikudag.
Með dómi Landsréttar í gær er orðið ljóst að verkfall mun hefjast hjá bílstjórum Samskipa á hádegi á morgun, miðvikudag. Svo lengi sem framboð af olíu verður nægjanlegt þá mun verkfallið ekki ná til akstur til og frá Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Norðurlandi Vestra og Suðurlandi austan Selfoss.
Gera má ráð fyrir að einhver röskun verði á þjónustu Samskipa til og frá Norðurlandi Eystra, Austurlandi, Selfossi og Vestmannaeyjum.
Við munum gera okkar ítrasta til að draga úr áhrifum verkfallsins á þjónustu okkar.
Nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustudeildir Samskipa Innanlands.