Við erum snjöll undir stýri

Samskip taka þátt í samfélagsátakinu „Vertu snjall undir stýri“ undir forystu Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Að auki koma fjölmörg önnur fyrirtæki að verkefninu.

Átakinu er ætlað að vekja athygli á hættunni sem fylgir því að nota snjallsíma undir stýri og fá fólk til að láta af þessari hættulegu iðju. Við vitum öll upp á okkur skömmina!

Samskip taka þátt í verkefninu af heilum hug. Allir bílstjórar félagsins hafa fengið á því kynningu og munu að sjálfsögðu fylgja lögum og reglum um notkun símtækja í akstri. Einnig vilja Samskip hvetja alla starfsmenn til að taka þátt í verkefninu með því að sleppa símanum í akstri og tileinka sér góðar venjur undir stýri. Útbúnir hafa verið límmiðar sem fara á alla okkar flutningabíla og jafnframt bjóðum við öllum starfsmönnum límmiða til að setja í einkabílinn sinn. Þá munu Samskip standa fyrir fyrirlestrum um verkefnið og verða þeir kynntir fljótlega.