Við vinnum þetta saman og viljum heyra frá þér!

Mikilvægur liður í að bæta þjónustu okkar er að fá rödd viðskiptavina okkar inn til okkar, við viljum vita allt um það sem betur má fara hjá okkur, hvernig við getum gert betur og það sem þú ert ánægður með.

Í fyrra settum við í loftið þjónustukönnun sem kom vel út en við viljum stöðugar umbætur.  Einn liður sem við ákváðum að taka föstum tökum og ná betur utan um eru ábendingar, kvartanir og hrós.  

Við höfum sett í loftið nýjan hnapp á vefnum okkar og þjónustuvef. Við viljum hvetja þig til að setja þar inn allar ábendingar, kvartanir og hrós.  Saman náum við árangri!