Vorboðinn ljúfi – sumarstarfsmenn boðnir velkomnir

Þessa dagana er sumarfólkið okkar að hefja störf. Samskip taka á móti um 80 starfsmönnum til sumarafleysinga þetta árið og fara þeir til starfa í hinum ýmsu deildum félagsins og hjá Landflutningum – Samskipum. 

Þessa dagana er sumarfólkið okkar að hefja störf. Samskip taka á móti um 80 starfsmönnum til sumarafleysinga þetta árið og fara þeir til starfa í hinum ýmsu deildum félagsins og hjá Landflutningum – Samskipum. Margir hafa verið hjá okkur áður en sumir eru að koma í fyrsta sinn. Allir munu hjálpast að við að kenna réttu handtökin og koma þeim fljótt og örugglega inn í starfið.  Þessi vorboði okkar er gleðilegur og  bjóðum við sumarstarfsmenn hjartanlega velkomna í hópinn og óskum þeim velgengni.