Almennir þjónustuskilmálar flutningasviðs SVÞ

Samband íslenskra kaupskipaútgerða (SÍK) lét útbúa samræmdra þjónustuskilmála, sem ætlað er að gilda um alla þjónustu sem aðildarfélög sambandsins veita, aðra en sjóflutninga. Tilgangur SÍK með gerð þessara þjónustuskilmála var fyrst og fremst sá að kveða skýrar á um réttindi og skyldur aðildarfélaganna og viðskiptavina þeirra. Þessir skilmálar hafa nú verið endurútgefnir undir merkjum SVÞ. 

Skilmálarnir eru ætlaðir til að skýrt sé kveðið á um réttindi og skyldur í samningum milli aðildarfyrirtækja flutningasviðsins og viðskiptavina þeirra, þegar um er að ræða hvers kyns flutningatengda þjónustu þar sem ekki er gefið út sérstakt farmbréf.  Vitnað er þá til skilmálanna í samningum milli aðila. 

Þjónustuskilmálar SVÞ marka réttarstöðu viðskiptavina Samskipa gagnvart félaginu varðandi þá þjónustu og þau verk sem félagið tekur að sér og ekki falla undir flutningsskilmála Samskipa, sem eru að finna á farmbréfum félagsins og á vef þessum.