Samskip hluti af einu stærsta orkuskiptaverkefni á Íslandi

Samskip hafa falið Mörkinni lögmannsstofu að sækja bætur á hendur Eimskipi vegna ólögmætra og saknæmra athafna félagsins gagnvart Samskipum. Fyrir liggur að Eimskip hefur í sátt við Samkeppniseftirlitið (SKE) lýst því yfir að félagið hafi átt í samráði við Samskip sem efnt hafi verið til á fundi 6. júní 2008 og í framhaldi þess fundar. Þessi yfirlýsing félagsins er röng og með öllu tilhæfulaus. Þá er það að sama skapi fullkomlega rangt að félögin hafi átt í samráði um breytingar á flutningakerfi, gert með sér samkomulag um skiptingu markaða, um álagningu gjalda eða um afsláttarkjör.
Í kvöldfréttum RÚV síðastliðinn föstudag lýsti forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, því svo að ákvörðun stofnunarinnar í máli Eimskips og Samskipa væri „landsbyggðarmál“ og vísaði þar til viðskipta félaganna á landflutningamarkaði. Virðist sem forstjórinn telji það hafa verið hagsmunamál fyrir landsbyggðina að koma í veg fyrir þessi viðskipti, sem höfðu tíðkast í fámennari byggðalögum til fjölda ára.
Viðbrögð við rangfærslumSamskip telja rétt að bregðast við rangfærslum sem teknar hafa verið upp úr ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um ætlað samráð félagsins og Eimskips.