ICS2 tilkynning · Nóvember 2024

Samskip minna viðskiptavini sína á að nú hefur Evrópusambandið innleitt ICS2 reglugerð til að auka öryggi og bæta áhættugreiningu á vörusendingum í flutningi til og í gegnum aðildarlönd ESB.

Frá og með 11. nóvember þurfa allir vörureikningar og flutningsfyrirmæli tengd útflutningssendingum að innihalda eftirfarandi upplýsingar.  

  • · Tollskrárnúmer (HS-kóði).
    Upplýsingar um fyrstu sex stafi tollskrárnúmers (HS-kóða), sem er samræmt vörulýsingar- og vörunúmeraskrá Tollasamvinnuráðs (WCO).

  • · EORI númer hjá móttakanda/kaupanda innan ESB.
    (Economic Operator Registration and Identification) móttakanda/kaupanda innan ESB.

  • · VAT númer hjá móttakanda/kaupanda utan ESB.

  • · Upplýsingar um raunverulegan kaupanda ef annar en viðtakandi.

  • · Upplýsingar um raunverulegan seljanda ef annar en sendandi.

Samskip vinnur nú að uppfærslum á tölvukerfum sínum til að uppfylla kröfur ICS2 til að auðvelda viðskiptavinum að skila inn nauðsynlegum upplýsingum og tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar skili sér tímanlega til yfirvalda í aðildarlöndum ESB.

Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband við sína viðskiptastjóra fyrir frekari upplýsingar.


Sjá nánar um ICS2 reglugerðina: 

Skatturinn:
Nýjar kröfur ESB til íslenskra fyrirtækja um aukna upplýsingagjöf í sjóflutningum | Fréttir og tilkynningar | Skatturinn - skattar og gjöld

ESB:
Import Control System 2 - Release 3 - European Commission

Samskip frétt (júní 2024):
Uppfærð reglugerð ESB · ICS2 - Samskip