Samskip breyta siglingaáætlun

Vakin er athygli á breytingu sem Samskip hafa gert á siglingaáætlun Samskip Skaftafells og Samskip Hoffells, eða Grænu leiðinni svonefndu. 

Frá Kollafirði í Færeyjum er nú fyrst siglt til Rotterdam í Hollandi, áður en haldið er áfram til Immingham í Bretlandi og síðan aftur heim til Íslands.  Þessi breytta áætlun styttir flutningstíma vöru frá Íslandi til Hollands og  innflutningsvöru frá Bretlandi til Íslands þar sem viðkoma er í Immingham vikulega.

Áætlunin er því þannig: Reykjavík, Ísafjörður, Sauðárkrókur (aðra hverja viku), Akureyri, Húsavík (aðra hverja viku), Reyðarfjörður, Kollafjörður í Færeyjum, Rotterdam í Hollandi, Immingham í Englandi, Reykjavík.

Brottför er frá Reykjavík á mánudögum og er áætluð koma til Rotterdam á miðvikudögum . Skipin sigla frá Immingham á föstudögum áleiðis til Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins www.samskip.is