Samskip gera tímamótasamning við Arnarlax

Flutningur fyrir Arnarlax fer inn á svonefnda Suðurleið í nýju siglingakerfi Samskipa.Flutningaskip Samskipa hefur vikulega viðkomu á Bíldudal á miðvikudögum. Þaðan verður siglt um Reykjavík og komið til Hull í Bretlandi á sunnudögum. Þaðan er svo siglt áfram til Rotterdam og komið þangað á mánudegi.

Suðurleið Samskipa fellur vel að þörfum Arnarlax og annara sem flytja vilja ferskar afurðir til og frá Bretlandi og meginlandi Evrópu.

Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa á Íslandi:

„Við bindum miklar vonir við þessa nýju þjónustu sem við getum nú boðið útflytjendum á ferskum fiski. Við fögnum því sérstaklega að fá Arnarlax í viðskipti og að geta nú boðið fyrirtækjum á Vestfjörðum afburðatengingu við mikilvæga markaði í Evrópu og þaðan áfram um allan heim í viku hverri.“

Kristian Matthiasson forstjóri Arnarlax:

„Þessi samningur er mikilvægur þáttur í áframhaldandi uppbyggingu Arnarlax. Við afhendum ferska hágæðavöru inn á kröfuharða markaði og erum þar að keppa við fyrirtæki sem eru stærri og nær markaðnum. Þá er gríðarlega mikilvægt að flutningsleiðin sé bæði örugg, fagleg og hagkvæm.“

MYND 1: Skálafell, skip Samskipa, kom í sína fyrstu ferð til Bíldudals síðastliðinn miðvikudag.
MYND 2: Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax og Birkir Hólm Guðnason forstjóri Samskipa á Íslandi.