Vinamargur með dellu fyrir veiðum og útivist

 

„Ég er fæddur í Svíþjóð, en var þar bara mjög skamma hríð,“ segir Gunnar Kvaran um sín fyrstu skref í þessum heimi, en hann er fæddur í janúar byrjun 1972, yngstur þriggja systkina. „Uppvöxturinn var svo í Mosfellssveit eins og hún hét þá,“ bætir hann við kíminn, eins og vísað sé til grárrar forneskju, en það var í ágúst 1987 sem Mosfellshreppur varð að Mosfellsbæ.

 

Í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum

Samskip leggja sig fram um að gera hlutina vel, hvort heldur sem það snýr að þjónustu við viðskiptavini, aðbúnaði og öryggi starfsfólks, eða skyldum við samfélag og umhverfi. Til að mynda setur fyrirtækið  sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum og hefur náð markverðum árangri á mörgum sviðum.

Fjölskyldumaður sem stundum grípur í gítar

Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri innflutningssviðs Samskipa, er Garðbæingur af 1974 árgerð. Þar sleit hann barnsskónum og gekk í framhaldsskóla og fann eiginkonu sína þótt á þeim tíma hafi hún stigið út fyrir sveitarfélagið í annan framhaldsskóla. Nám og störf hafa svo leitt hann og fjölskylduna víða um land og út fyrir landsteinana líka. Áhugamálin eru fjölbreytt, en gítaráhugi hefur verið viðvarandi alla tíð.

 

 

Börn úr Fellaskóla heimsækja Samskip

Samskip á Egilsstöðum fengu nýverið góða heimsókn frá krökkum úr öðrum bekk í Fellaskóla Fellabæ ásamt umsjónarkennara þeirra. 

Tilfærsla sem stuðlar að bættri þjónustu

„Við erum aðeins að breyta húsnæðisskipulaginu hjá okkur,“ segir Guðríður Birna Ragnarsdóttir, forstöðumaður þjónustudeildar Samskipa . Við erum að hefjast  handa við flutninga þar sem níu starfsmenn þjónustudeildar færa sig á milli hæða í höfuðstöðvum Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík, af fyrstu hæð upp á þriðju. 

Sæfari fer í slipp

Sæfari er á leið í slipp strax eftir páska í apríl og verður frá í minnst tvær vikur.

Ferðir falla niður

Vegna veðurs falla ferðir niður til sunnanverðra Vestfjarða.

Erfiðleikar fátíðari en áður

Rysjótt tíð hefur fylgt lægðagangi síðustu daga og vikna og í stöku tilvikum haft áhrif á akstur Samskipa með vörur  vítt og breitt um landið. Áður fyrr var algengara að bílstjórar lentu í vandræðum vegna ófærðar. Úr því hefur dregið síðustu ár. Undirbúningur er betri og lokanir tíðari.

Vel staðið að vinnuverndarmálum

Samskip ákváðu að taka öryggismál með áherslu á vinnuvernd föstum tökum og réðu til starfa Kristján Th. Friðriksson til að sinna nýju starfi vinnuverndarfulltrúa. Á fyrstu starfsdögum Kristjáns í ágúst síðastliðnum var hafið sértakt átaksverkefni í öryggismálum undir merkjum 4DX.  „Það var mjög ánægjulegt að hefja störf og koma beint inn í öryggisstríð þar sem áhersla alls fyrirtækisins var á öryggis- og vinnuverndarmál,“ segir hann.