Vinamargur með dellu fyrir veiðum og útivist

„Ég er fæddur í Svíþjóð, en var þar bara mjög skamma hríð,“ segir Gunnar Kvaran um sín fyrstu skref í þessum heimi, en hann er fæddur í janúar byrjun 1972, yngstur þriggja systkina. „Uppvöxturinn var svo í Mosfellssveit eins og hún hét þá,“ bætir hann við kíminn, eins og vísað sé til grárrar forneskju, en það var í ágúst 1987 sem Mosfellshreppur varð að Mosfellsbæ.