Börn úr Fellaskóla heimsækja Samskip

Samskip á Egilsstöðum fengu nýverið góða heimsókn frá krökkum úr öðrum bekk í Fellaskóla Fellabæ ásamt umsjónarkennara þeirra. 

Tilfærsla sem stuðlar að bættri þjónustu

„Við erum aðeins að breyta húsnæðisskipulaginu hjá okkur,“ segir Guðríður Birna Ragnarsdóttir, forstöðumaður þjónustudeildar Samskipa . Við erum að hefjast  handa við flutninga þar sem níu starfsmenn þjónustudeildar færa sig á milli hæða í höfuðstöðvum Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík, af fyrstu hæð upp á þriðju. 

Sæfari fer í slipp

Sæfari er á leið í slipp strax eftir páska í apríl og verður frá í minnst tvær vikur.

Ferðir falla niður

Vegna veðurs falla ferðir niður til sunnanverðra Vestfjarða.

Erfiðleikar fátíðari en áður

Rysjótt tíð hefur fylgt lægðagangi síðustu daga og vikna og í stöku tilvikum haft áhrif á akstur Samskipa með vörur  vítt og breitt um landið. Áður fyrr var algengara að bílstjórar lentu í vandræðum vegna ófærðar. Úr því hefur dregið síðustu ár. Undirbúningur er betri og lokanir tíðari.

Vel staðið að vinnuverndarmálum

Samskip ákváðu að taka öryggismál með áherslu á vinnuvernd föstum tökum og réðu til starfa Kristján Th. Friðriksson til að sinna nýju starfi vinnuverndarfulltrúa. Á fyrstu starfsdögum Kristjáns í ágúst síðastliðnum var hafið sértakt átaksverkefni í öryggismálum undir merkjum 4DX.  „Það var mjög ánægjulegt að hefja störf og koma beint inn í öryggisstríð þar sem áhersla alls fyrirtækisins var á öryggis- og vinnuverndarmál,“ segir hann.

Hoffell tefst í nokkra daga

Viðgerð á Hoffellinu sem liggur í höfn á Eskifirði tekur lengri tíma en áður var áætlað. Við nánari skoðun á skipinu kom í ljós að kalla þurfti eftir varahlutum sem almennt er ekki að finna um borð og koma þeir frá útlöndum. Því er ljóst að skipið leggur ekki úr höfn í þessari viku.

Hoffellið í vanda

Um kl. 18.00 í gærkvöldi varð flutningaskipið Hoffell sem er í eigu Samskipa, vélarvana þegar það var statt fyrir mynni Reyðarfjarðar. Skipið var að koma frá Reyðarfirði á leið sinni til Rotterdam þegar það missti vélarafl á aðalvél skipsins. Ljósavélar skipsins voru virkar.