Arnarfell í óhappi í Kílarskurði

Aðfaranótt fimmtudagsins 3. mars sigldi vélarvana og stjórnlaust skip á Arnarfellið, eitt af áætlunarskipum Samskipa, er það var á leið sinni frá Cuxhaven til Aarhus um Kílarskurðinn.

Samskip Hoffell til þjónustu

Áætlað er að viðgerð á Samskip Hoffelli ljúki um miðja næstu viku.  Í framhaldi mun skipið fara frá Reykjavík 15. febrúar (ferð 1607 HOF) til Ísafjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Reyðarfjarðar, Kollafjarðar og Rotterdam.

Áhöfnum Arnarfells og Samskip Hoffells þakkað hugrekki og snarræði

Áhöfnum Arnarfells og Samskip Hoffells var í gær þakkað áræði og hugrekki þegar annars vegar kom upp eldur í vélarrúmi Arnarfells 5. janúar og hins vegar þegar Samskip Hoffell missti vélarafl 10. janúar með þeim krefjandi aðstæðum og tilheyrandi hættu eins og fram hefur komið.

Hoffellið kemur til hafnar

Gámaskipið Samskip Hoffell kemur til hafnar í Reykjavík um kl. 17. Varðskipið Þór mun skila Hoffellinu af sér við Engey en þar taka dráttarbátar Faxaflóahafna við skipinu og aðstoða það síðasta spölinn að hafnarkantinum.

Hoffellið á heimleið

Varðskipið Þór er komið að Hoffellinu, þar sem það varð vélarvana um 160 sjómílum SV af Færeyjum.  Varðskipsmönnum gekk vel að koma taug yfir í Hoffellið þrátt fyrir töluverða ölduhæð.

Varðskipið Þór dregur Samskip Hoffell til Reykjavíkur

Um hádegisbil í dag, sunnudaginn 10. janúar, varð Samskip Hoffell vélarvana um 160 sjómílum suðvestur af Færeyjum á leið til Íslands. Helgafell, skip Samskipa, er við Hoffellið og í samskiptum við áhöfn þess.  Varðskipið Þór mun draga Hoffellið til hafnar í Reykjavík.