Þurfa að vera allsherjar reddarar í landi

Stöðugur vöxtur hefur verið í komum skemmtiferðaskipa til Íslands síðustu ár. Guðmundur Arnar Óskarsson, forstöðumaður flutningastjórnunardeildar Samskipa á Íslandi, sem annast þjónustu við skemmtiferðaskip, segir að frá árinu 2013 hafi viðkomur skemmtiferðaskipa hér nálægt því þrefaldast, farið úr 235 í 620 á síðasta ári. „Og farþegum búið að fjölga úr 208 þúsund í 402 þúsund.“ Sem samsvarar ríflega 93% fjölgun ferðamanna sem hingað koma með skemmtiferðaskipum frá árinu 2013.