Í ár er áhersla á umhverfismál

Samskip styrkja árlega fjöldann allan af félögum. Undir eru íþróttafélög, líknarfélög og menningarfélög af öllu tagi. „Í ár hefur áhersla verið lögð á stuðning á ýmis umhverfismál. Í því sambandi má nefna að Samskip eru einn af stofnaðilum Votlendissjóðsins, en hann hefur endurheimt votlendis að markmiði sínu og um leið bindingu kolefnis,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa, en hún á jafnframt sæti í stjórn Votlendissjóðsins.