Í ár er áhersla á umhverfismál

Samskip styrkja árlega fjöldann allan af félögum. Undir eru íþróttafélög, líknarfélög og menningarfélög af öllu tagi. „Í ár hefur áhersla verið lögð á stuðning á ýmis umhverfismál. Í því sambandi má nefna að Samskip eru einn af stofnaðilum Votlendissjóðsins, en hann hefur endurheimt votlendis að markmiði sínu og um leið bindingu kolefnis,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa, en hún á jafnframt sæti í stjórn Votlendissjóðsins.

Samskip styðja kynningu á íslenskum þorski

Meðal fjölmargra verkefna sem njóta stuðnings Samskipa er kynning Íslandsstofu og Íslenskra saltfiskframleiðenda á söltuðum þorskafurðum frá Íslandi í Suður-Evrópu. Nýafstaðin er vel heppnuð kynning sem Bacalao de Islandia stóð fyrir í Bilbao á Spáni, en frá 23. apríl fram í aðra viku maímánaðar kynntu níu veitingastaðir á svæðinu íslenskan þorsk.

Styðja MAGMA og flytja grjót

Flutningur á varningi milli landa lendir ekki oft í fréttum og gengur enda alla jafna snurðulaust og eftir áætlun. Eyjafréttir.is í Vestmannaeyjum upplýstu hins vegar nýverið um einn skemmtilegan sem Samskip önnuðust, en hann endurspeglar líka sveigjanleika þjónustunnar hjá Samskipum og vilja fyrirtækisins og getu til að leggjast á árar með viðskiptavinum sínum til þess að bjarga málum.

Samskip og ÍBV í samstarf

Um helgina skrifuðu Samskip og ÍBV undir samstarfssamning til tveggja ára þar sem Samskip verður bakhjarl ÍBV. 

Samskip eru aðalstyrktaraðili nýja Votlendissjóðsins

Samskip eru aðalstyrktaraðili Votlendissjóðsins sem nú hefur verið stofnaður. Skrifað var undir samning um stofnun sjóðsins föstudaginn 6. apríl, en hann tók formlega til starfa eftir kynningarfund á Bessastöðum 30. apríl.

Stórbættar tengingar við Pólland

Flutningsleiðir milli Íslands og Póllands hafa verið stórbættar með nýjum samstarfssamningum og nýrri siglingaleið í Eystrasalti. Með samningum við samstarfsaðila geta Samskip boðið nýja möguleika í Eystrasaltinu en ný siglingaleið fer til Klaipeda í Litháen, Gdynia í Póllandi og Osló í Noregi.

Mörg handtök á bak við þátttöku í Brussel

Sjávarútvegssýningin í Brussel sem fram fer ár hvert er ein af stærstu sýningum sinnar tegundar. Samskip taka enn á ný þátt í sýningunni á þessu ári, en hún fer fram 24. til 26. apríl næstkomandi.

Samfélagsleg ábyrgð Samskipa

Samskip hafa markað sér stefnu í umhverfismálum og mannauðsmálum í samræmi við samfélagslega ábyrga starfshætti félagsins.

Samskip styðja AFÉS 2018

Að vanda styðja Samskip dyggilega við bakið á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði, en hún fer fram í 15. sinn um páskahelgina. Hátíðin hefur notið stuðnings Samskipa allt frá árinu 2011 en síðustu ár hefur fyrirtækið verið á einn aðalstyrktaraðila hátíðarinnar. Auk styrks í formi peningaframlags sjá Samskip um flutninga á tækjum og tólum fyrir hátíðina.