Samskip kaupa starfsemi Nor Lines
Samskip hafa samið um kaup á rekstri norska skipafélagsins Nor Lines AS sem er í eigu DSD Group. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki norskra samkeppnisyfirvalda og er markmiðið með kaupunum að efla starfsemi Samskipa á norska flutningamarkaðnum. Velta Nor Lines er um 110 milljónir evra á ári eða 13 milljarðar íslenskra króna.