Seinkun á komu skipa

Vegna erfiðleika í lestunarhöfnum erlendis seinkar bæði Skaftafelli og Arnarfelli til Reykjavíkur.
Vegna erfiðleika í lestunarhöfnum erlendis seinkar bæði Skaftafelli og Arnarfelli til Reykjavíkur.
Samskip tóku nýverið í notkun nýjan gámabíl af Scania gerð fyrir 20 ft gáma
Samskip hafa samið um kaup á rekstri norska skipafélagsins Nor Lines AS sem er í eigu DSD Group. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki norskra samkeppnisyfirvalda og er markmiðið með kaupunum að efla starfsemi Samskipa á norska flutningamarkaðnum. Velta Nor Lines er um 110 milljónir evra á ári eða 13 milljarðar íslenskra króna.
Nýverið kom út tölublað Frjálsrar verslunar tileinkað 100 áhrifamestu konunum í viðskiptalífinu 2017. Í blaðinu er fjölbreytt efni og þar á meðal viðtal við Birnu Ragnarsdóttur, forstöðumann þjónustudeildar Samskipa á Íslandi, en hún hefur verið fyrirtækinu samferða á umbrotatímum í rúma þrjá áratugi.
Með Greenbridge, sameiginlegu framtaksverkefni Samskipa Multimodal og Intercombi Transport and Logistics, er fram komin ný nálgun á flutninga milli Tyrklands og Evrópu. Greenbridge sendi nýverið frá sér skemmtilegt kynningarmyndband þar sem dæmi er tekið um flutning á hjólbörðum, í fjölþátta flutningskerfi fyrirtækjanna.
Freista á þess í sumar að finna flak pólska flutningaskipsins SS Wigry sem fórst í aftakaveðri nærri Mýrum fyrir 75 árum síðan. Af 27 manna áhöfn lifðu aðeins tveir af, einn Íslendingur og einn Pólverji. Í maílok var afhjúpaður minnisvarði um skipið í fjörunni við Syðra Skógsnes og minningarsýningin „Minningin lifir“ opnuð í Sjóminjasafninu í Reykjavík.
Í tilefni Sjómannadags birtist viðtal við Gunnar Kvaran, forstöðumann útflutningsdeildar Samskipa í Sjómannadagsblaði Fréttablaðsins.
Hjólakapparnir okkar sem tóku þátt í WOW cyclothon í síðustu viku notuðu tækifærið í hádeginu í dag og þökkuðu fyrir þann frábæra stuðning og hvatningu sem þau fengu frá samstarfsmönnum sínum hjá Samskipum og fyrirtækinu sjálfu.
Hér má lesa helstu fréttir af vettvangi Innanlandsdeildar Samskipa í júní 2017
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á aðstöðu okkar í Vestmannaeyjum.