Ætla að leita að flaki SS Wigry

Freista á þess í sumar að finna flak pólska flutningaskipsins SS Wigry sem fórst í aftakaveðri nærri Mýrum fyrir 75 árum síðan. Af 27 manna áhöfn lifðu aðeins tveir af, einn Íslendingur og einn Pólverji. Í maílok var afhjúpaður minnisvarði um skipið í fjörunni við Syðra Skógsnes og minningarsýningin „Minningin lifir“ opnuð í Sjóminjasafninu í Reykjavík.