Ný og endurbætt landamæraeftirlitsstöð Samskipa

Ný og endurbætt landamæraeftirlitsstöð á athafnasvæði Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík er til reiðu og með öll tilskilin leyfi. Fyrr á þessu ári tilkynnti MAST að umsókn Samskipa um uppfærslu á leyfi til rekstur landamæraeftirlitsstöðvar hefði verið samþykkt af hálfu ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópusambandsins.