Orkuskipti í flutningum

Mikilvægi þess að bjóða umhverfisvænar lausnir í flutningum og kostir fjölþátta flutningskerfis þegar kemur að því að draga úr kolefnisfótspori í flutningum eru meðal þess sem Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa, nefndi í pallborðsumræðum á Charge ráðstefnunni sem fór fram í Hörpu í Reykjavík.

Aukinn sveigjanleiki í nýju siglingakerfi Samskipa

Siglingar með strönd Íslands, auk tengingar við Noregsmarkað, leggja grunninn að nýrri flutningsleið innan kerfis Samskipa allt til Eystrasalts. Siglingar hófust um miðjan mánuðinn og hefur verið vel tekið. Gámaflutningar leika æ stærra hlutverk í uppsjávarfiski.