Virkt eftirlit með notkun persónuhlífa

Í byrjun ársins var farið af stað með eftirlit með notkun persónuhlífa á starfsstöðvum Samskipa í Kjalarvogi. Aðra hverja viku fara aðilar úr öryggisnefnd fyrirtækisins í eftirlitsferðir um vöruhús og gámavöll og fylgjast með að allir fari eftir settum reglum um notkun persónuhlífa.