Virkt eftirlit með notkun persónuhlífa

Í byrjun ársins var farið af stað með eftirlit með notkun persónuhlífa á starfsstöðvum Samskipa í Kjalarvogi. Aðra hverja viku fara aðilar úr öryggisnefnd fyrirtækisins í eftirlitsferðir um vöruhús og gámavöll og fylgjast með að allir fari eftir settum reglum um notkun persónuhlífa.

Drögum úr matarsóun í mötuneyti Samskipa

Undanfarið ár hefur Máni Eskur og starfsfólk hans í mötuneytinu unnið að verkefni sem snýst um að draga úr matarsóun. Um að ræða vitunarvakningu sem snýr að samfélagslegri ábyrgð og umhverfismálum og er í samræmi við stefnu félagsins í þeim málaflokkum. 

Markverður árangur í öryggisátaki Samskipa

Í sérstöku vinnuverndarátaki hefur Samskipum tekist að draga úr tjóni á ökutækjum um 77 prósent miðað við stöðuna árið 2017. Farið var af stað með verkefnið á síðasta ári og markið sett á 50 prósenta fækkun og árangurinn því fram úr vonum.

Innflutningur er púlsmælir hagkerfisins

Ottó Sigurðsson sneri aftur til Samskipa síðasta haust þegar hann tók við stöðu framkvæmdastjóra innflutningssviðs. Hann keppti á tímabili sem atvinnumaður í golfi en segir forgjöfina stíga hægt upp á við.

Samskip gefa tölvur til Sierra Leone

Fyrr í þessum mánuði sendum við 36 notaðar en yfirfarnar borðtölvur, 17 fartölvur og 12 skjái ásamt lyklaborðum til Sierra Leone. Velgjörðarsjóðurinn Aurora Foundation hafði milligöngu um gjöfina.

Viðtal við Hentzia Andreasen í Lágabö

Hentzia Andreasen í Lágabö, verkstjóri á pallinum, hefur starfað hjá okkur tíu ár en pallurinn er vörumóttaka og afgreiðsla fyrir innanlandsdeild Samskipa. Við tókum hana tali til að fræðast um verkefni hennar fólks og til að kynnast Hentziu betur. Hún er mörgum starfsmönnum kunnug enda býður hún vöffluveislu í hverjum mánuði niðri á palli.

Endurnýjun á samstarfssamningi Samskipa við HSÍ

Samskip og Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Samskip hafa undanfarin ár verið bakhjarl HSÍ og fagnar HSÍ því að endurnýja samstarfssamning sinn við Samskip. Vörumerki Samskipa verður áfram áberandi á baki landsliðstreyjunnar eins og undanfarin ár enda orðin þekkt tenging milli HSÍ og Samskipa.

 

Vaktavinna tekin upp á hafnarsvæði í Reykjavík

Þann 6. janúar síðastliðinn urðu þær breytingar á vinnufyrirkomulagi á hafnarsvæði að teknar voru upp vaktir. Unnið verður á tvískiptum vöktum við losun og lestun áætlunarskipa.