Markverður árangur í öryggisátaki Samskipa

Í sérstöku vinnuverndarátaki hefur Samskipum tekist að draga úr tjóni á ökutækjum um 77 prósent miðað við stöðuna árið 2017. Farið var af stað með verkefnið á síðasta ári og markið sett á 50 prósenta fækkun og árangurinn því fram úr vonum.