Endurnýjun á samstarfssamningi Samskipa við HSÍ

Samskip og Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Samskip hafa undanfarin ár verið bakhjarl HSÍ og fagnar HSÍ því að endurnýja samstarfssamning sinn við Samskip. Vörumerki Samskipa verður áfram áberandi á baki landsliðstreyjunnar eins og undanfarin ár enda orðin þekkt tenging milli HSÍ og Samskipa.