Á vélaverkstæðinu geta farið hundrað lítrar í olíuskipti á lyftara

Arnar Þorsteinsson er mörgum hjá Samskipum kunnugur enda hefur hann starfað hjá fyrirtækinu í um 16 ár samtals en hann byrjaði 1999 á Arnarfellinu og var þar í sex ár áður en leiðin lá á vélaverkstæði Samskipa. Arnar hefur nýtt tímann vel því hann er virkur í félagslífi starfsmanna, tekur þátt í hjólreiðahópnum, mætir í ræktina og á pub quiz, bjórkvöld og aðra starfsmannaviðburði.