Stórframkvæmdir í Bíldudalshöfn

RÚV fjallaði nýverið um þá uppbyggingu sem á sér stað á Bíldudal og þá möguleika sem opnast með nýrri siglingaleið Samskipa. 

Ísafjörður bætist við strandleið Samskipa

Ísafirði hefur verið bætt við sem viðkomuhöfn á Strandleið Samskipa og verður þar fyrsta viðkomuhöfn á leiðinni norður og austur fyrir land áður en haldið er til Færeyja. 

Á vélaverkstæðinu geta farið hundrað lítrar í olíuskipti á lyftara

​​Arnar Þorsteinsson er mörgum hjá Samskipum kunnugur enda hefur hann starfað hjá fyrirtækinu í um 16 ár samtals en hann byrjaði 1999 á Arnarfellinu og var þar í sex ár áður en leiðin lá á vélaverkstæði Samskipa. Arnar hefur nýtt tímann vel því hann er virkur í félagslífi starfsmanna, tekur þátt í hjólreiðahópnum, mætir í ræktina og á pub quiz, bjórkvöld og aðra starfsmannaviðburði. 

Samskip umsvifameiri en flesta grunar

 

„Ég held að fáir Íslendingar átti sig á því hversu stór Samskip eru erlendis og hversu umfangsmikið flutningakerfi fyrirtækið hefur byggt upp gegnum árin,“ segir Birkir Hólm Guðnason, nýr forstjóri Samskipa á Íslandi, í ítarlegu viðtali við Markaðinn. Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir nýafstaðnar breytingar á siglingakerfi Samskipa sem miði að því að auka hlutdeild fyrirtækisins í útflutningi íslenskra sjávarafurða. Þá er komið inn á stöðuna í flugbransanum, en Birkir starfaði áður hjá Icelandair, auk þess sem rædd er staða efnahagsmála. 

 

Sjóflutningar hafa vinninginn

Fram kemur í nýbirtri samantekt og samanburði Hagstofu Íslands á losun koltvísýrings (CO2) að sjóflutningar eiga minnstan hlut í heildarlosun á Íslandi. Sú staðreynd kann að koma einhverjum á óvart, en endurspeglar um leið hversu vistvænir sjóflutningar eru í samanburði við aðra flutningsmáta í millilandaflutningum.