Samskip hafa stutt Fiskidaginn frá upphafi

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli fer fram á Dalvík um komandi helgi. Líkt og áður styðja Samskip á margvíslegan máta við hátíðahöldin.
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli fer fram á Dalvík um komandi helgi. Líkt og áður styðja Samskip á margvíslegan máta við hátíðahöldin.
Fyrir dyrum stendur flutningur á viðkomustað Samskipa á Bretlandseyjum. Þann 16. júlí næstkomandi fara flutningar Samskipa um Hull í stað Immingham áður.
Team Samskip, skipað 10 starfsmönnum Samskipa, kom í mark í WOW cyclothoninu á 40 klukkustundum og 29 mínútum og lentu þar með í 9. sæti af 77 liðum sem tóku þátt í keppninni. Þetta er stórkostlegur árangur en í fyrra lenti liðið í 19.-21. sæti og var þá kosið hástökkvari keppninnar.
„Við höfum séð dálitla aukningu í innflutningi núna í byrjun sumars, þó svo að í heild sé rólegra yfir en á síðasta ári. Fyrirtækin virðast vera að taka inn fyrir sumarið,“ segir Gísli Kristjánsson, viðskiptastjóri innflutnings hjá Samskipum.
Flutningaskipið Mv Kvitnos fór sína fyrstu ferð með vörur á milli Rotterdam í Hollandi og hafna í Noregi í byrjun mánaðarins. Um er að ræða nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem skip í flota Samskipa sem gengur fyrir fljótandi jarðgasi (LNG) flytur vörur frá Rotterdam.
Stöðugur vöxtur hefur verið í komum skemmtiferðaskipa til Íslands síðustu ár. Guðmundur Arnar Óskarsson, forstöðumaður flutningastjórnunardeildar Samskipa á Íslandi, sem annast þjónustu við skemmtiferðaskip, segir að frá árinu 2013 hafi viðkomur skemmtiferðaskipa hér nálægt því þrefaldast, farið úr 235 í 620 á síðasta ári. „Og farþegum búið að fjölga úr 208 þúsund í 402 þúsund.“ Sem samsvarar ríflega 93% fjölgun ferðamanna sem hingað koma með skemmtiferðaskipum frá árinu 2013.
Samskip fagna sjómannadeginum sem er næstkomandi sunnudag 3. júní og óska sjómönnum öllum til hamingju með daginn. Um helgina fer fram Hátíð hafsins í Reykjavík, en þar eru Samskip á meðal aðalstyrktaraðila og leggja hátíðarhöldunum til margvíslegan stuðning.
Samskip styrkja árlega fjöldann allan af félögum. Undir eru íþróttafélög, líknarfélög og menningarfélög af öllu tagi. „Í ár hefur áhersla verið lögð á stuðning á ýmis umhverfismál. Í því sambandi má nefna að Samskip eru einn af stofnaðilum Votlendissjóðsins, en hann hefur endurheimt votlendis að markmiði sínu og um leið bindingu kolefnis,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa, en hún á jafnframt sæti í stjórn Votlendissjóðsins.
Meðal fjölmargra verkefna sem njóta stuðnings Samskipa er kynning Íslandsstofu og Íslenskra saltfiskframleiðenda á söltuðum þorskafurðum frá Íslandi í Suður-Evrópu. Nýafstaðin er vel heppnuð kynning sem Bacalao de Islandia stóð fyrir í Bilbao á Spáni, en frá 23. apríl fram í aðra viku maímánaðar kynntu níu veitingastaðir á svæðinu íslenskan þorsk.
Flutningur á varningi milli landa lendir ekki oft í fréttum og gengur enda alla jafna snurðulaust og eftir áætlun. Eyjafréttir.is í Vestmannaeyjum upplýstu hins vegar nýverið um einn skemmtilegan sem Samskip önnuðust, en hann endurspeglar líka sveigjanleika þjónustunnar hjá Samskipum og vilja fyrirtækisins og getu til að leggjast á árar með viðskiptavinum sínum til þess að bjarga málum.