Samskip styrkja Votlendissjóðinn

Samskip taka þátt í og styrkja Votlendissjóðinn sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis. Að þessu markmiði vinnur sjóðurinn með því að gefa einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum tækifæri til að sýna samfélagslega ábyrgð með greiðslu fjárframlaga til sjóðsins, sem einkum verða nýtt til að fjármagna framkvæmdir við endurheimt votlendis.