Samskip styrkja Votlendissjóðinn

Samskip taka þátt í og styrkja Votlendissjóðinn sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda úr náttúru Íslands með endurheimt votlendis. Að þessu markmiði vinnur sjóðurinn með því að gefa einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum tækifæri til að sýna samfélagslega ábyrgð með greiðslu fjárframlaga til sjóðsins, sem einkum verða nýtt til að fjármagna framkvæmdir við endurheimt votlendis. 

Síðasta stóra skipið kemur í september

Þjónusta Samskipa við skemmtiferðaskip hefur gengið vel í sumar að sögn Guðmundar Arnars Óskarssonar, forstöðumanns flutningastjórnunardeildar Samskipa á Íslandi, en hún sinnir skemmtiferðaskipunum.

Sumarið er tíminn

Vísbendingar eru um að vætutíð sem plagað hefur hluta landsmanna í sumar hafi haft áhrif á vöruflutninga um landið. Starfsfólk Samskipa þekkir af reynslunni hvernig magn flutnings til og frá Reykjavík eykst gjarnan á sumrin. Eftirgrennslan nú leiðir í ljós að flutningur frá Reykjavík síðustu mánuði hefur verið meiri en á sama tíma í fyrra, á meðan flutningur til Reykjavíkur er heldur minni.

Samskip hafa stutt Fiskidaginn frá upphafi

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli fer fram á Dalvík um komandi helgi. Líkt og áður styðja Samskip á margvíslegan máta við hátíðahöldin.

Samskip í nýja höfn í Bretlandi

Fyrir dyrum stendur flutningur á viðkomustað Samskipa á Bretlandseyjum. Þann 16. júlí næstkomandi fara flutningar Samskipa um Hull í stað Immingham áður. 

Team Samskip sló persónulegt met í WOW cyclothon

Team Samskip, skipað 10 starfsmönnum Samskipa, kom í mark í WOW cyclothoninu á 40 klukkustundum og 29 mínútum og lentu þar með í 9. sæti af 77 liðum sem tóku þátt í keppninni. Þetta er stórkostlegur árangur en í fyrra lenti liðið í 19.-21. sæti og var þá kosið hástökkvari keppninnar.  

Sjá smáskot fyrir sumarið

„Við höfum séð dálitla aukningu í innflutningi núna í byrjun sumars, þó svo að í heild sé rólegra yfir en á síðasta ári. Fyrirtækin virðast vera að taka inn fyrir sumarið,“ segir Gísli Kristjánsson, viðskiptastjóri innflutnings hjá Samskipum. 

LNG skipin til Rotterdam

Flutningaskipið Mv Kvitnos fór sína fyrstu ferð með vörur á milli Rotterdam í Hollandi og hafna í Noregi í byrjun mánaðarins. Um er að ræða nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem skip í flota Samskipa sem gengur fyrir fljótandi jarðgasi (LNG) flytur vörur frá Rotterdam.

Þurfa að vera allsherjar reddarar í landi

Stöðugur vöxtur hefur verið í komum skemmtiferðaskipa til Íslands síðustu ár. Guðmundur Arnar Óskarsson, forstöðumaður flutningastjórnunardeildar Samskipa á Íslandi, sem annast þjónustu við skemmtiferðaskip, segir að frá árinu 2013 hafi viðkomur skemmtiferðaskipa hér nálægt því þrefaldast, farið úr 235 í 620 á síðasta ári. „Og farþegum búið að fjölga úr 208 þúsund í 402 þúsund.“ Sem samsvarar ríflega 93% fjölgun ferðamanna sem hingað koma með skemmtiferðaskipum frá árinu 2013.

 

Samskip óska sjómönnum til hamingju með daginn

Samskip fagna sjómannadeginum sem er næstkomandi sunnudag 3. júní og óska sjómönnum öllum til hamingju með daginn. Um helgina fer fram Hátíð hafsins í Reykjavík, en þar eru Samskip á meðal aðalstyrktaraðila og leggja hátíðarhöldunum til margvíslegan stuðning.