Viðbúnaður sem sannað hefur gildi sitt

Mál tengd almennu öryggi og öryggismálum vega þungt í starfsemi Samskipa. Þannig eru til staðar fyrir fram skilgreindir verkferlar til þess að ná stjórn á aðstæðum fari hlutir aflaga. Einnig eru í lögum og reglugerðum gerðar ríkar kröfur til flutningafyrirtækja sem eðli málsins samkvæmt þurfa að flytja hættulegan farm.