Skaftafell hættir siglingum til Húsavíkur

Samskip hafa ákveðið að hætta siglingum til Húsavíkur og verður síðasta viðkoma Skaftafells á Húsavík þann 14. desember nk.
Samskip hafa ákveðið að hætta siglingum til Húsavíkur og verður síðasta viðkoma Skaftafells á Húsavík þann 14. desember nk.
Aðgangur að víðtæku neti flutninga er lykilatriði þegar kemur að því að vinna íslenskum sjávarafurðum nýja markaði. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Gunnars Kvarans, forstöðumanns útflutningsdeildar Samskipa, á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 í Hörpu 16. og 17. nóvember. Hann segir flutningskostnað skipta miklu máli þegar fyrirtæki taka ákvörðun um sókn á nýja markaði.
Mál tengd almennu öryggi og öryggismálum vega þungt í starfsemi Samskipa. Þannig eru til staðar fyrir fram skilgreindir verkferlar til þess að ná stjórn á aðstæðum fari hlutir aflaga. Einnig eru í lögum og reglugerðum gerðar ríkar kröfur til flutningafyrirtækja sem eðli málsins samkvæmt þurfa að flytja hættulegan farm.
Merkjanleg áhrif eru af átaki til að draga úr plastnotkun sem ráðist var í hjá Samskipum í byrjun árs. Það sem af er ári nema innkaup fyrirtækisins á plastmálum innan við 1% af meðalinnkaupum síðustu tveggja ára.
Þjónustuvefur Samskipa vann til verðlauna fyrir besta notendaviðmótið á hátíð OutSystems Innovation Award 2017 í NBC ráðstefnuhöllinni í Nieuwegein í Hollandi 10. október. Alls kepptu 800 fyrirtæki við Samskip í flokki notendaupplifunar (e. User Experience). Við veitingu verðlauna OutSystems var í ár horft sérstaklega til þess hvernig fyrirtæki nýta upplýsingatækni við þróun nýjunga.
Samskip hafa tekið á leigu skipið M/v Nor Feeder til að fara eina ferð Rotterdam – Reykjavik – Rotterdam.
Með sanni má segja að gleðin sé við völd hjá Samskipum þessa dagana, alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi.
Skrifstofur Samskipa í Norfolk í Bandaríkjunum og Stavanger í Noregi flytja næstu daga. Símanúmer eru óbreytt.
Bætt orkunýting og nýting annarra og vistvænni orkugjafa en jarðefnaeldsneytis eru Samskipum hugleikin. Þetta sagði Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, á opnum fundi um nýsköpun og hugvit í orkumálum sem fram fór í byrjun vikunnar.
Ólíklegt er að farið hafi fram hjá nokkrum starfsmanni að hafið er í fjórða sinn sérstakt átak undir merkjum 4DX aðferðafræðinnar hjá Samskipum. Að þessu sinni er yfirmarkmið verkefnisins að bæta öryggismenningu fyrirtækisins, segir Aðalheiður María Vigfúsdóttir, sérfræðingur í umbótum í rekstri hjá Samskipum.