Viðbúnaður sem sannað hefur gildi sitt

Mál tengd almennu öryggi og öryggismálum vega þungt í starfsemi Samskipa. Þannig eru til staðar fyrir fram skilgreindir verkferlar til þess að ná stjórn á aðstæðum fari hlutir aflaga. Einnig eru í lögum og reglugerðum gerðar ríkar kröfur til flutningafyrirtækja sem eðli málsins samkvæmt þurfa að flytja hættulegan farm.

Notkunin í ár 1% af því sem áður var

Merkjanleg áhrif eru af átaki til að draga úr plastnotkun sem ráðist var í hjá Samskipum í byrjun árs. Það sem af er ári nema innkaup fyrirtækisins á plastmálum innan við 1% af meðalinnkaupum síðustu tveggja ára.

Samskip Rotterdam verðlaunuð fyrir besta þjónustuvefinn 2017

Þjónustuvefur Samskipa vann til verðlauna fyrir besta notendaviðmótið á hátíð OutSystems Innovation Award 2017 í NBC ráðstefnuhöllinni í Nieuwegein í Hollandi 10. október. Alls kepptu 800 fyrirtæki við Samskip í flokki notendaupplifunar (e. User Experience). Við veitingu verðlauna OutSystems var í ár horft sérstaklega til þess hvernig fyrirtæki nýta upplýsingatækni við þróun nýjunga.

Aukaskip í næstu viku

Samskip hafa tekið á leigu skipið M/v Nor Feeder til að fara eina ferð Rotterdam – Reykjavik – Rotterdam. 

Gaman hjá Samskipum

Með sanni má segja að gleðin sé við völd hjá Samskipum þessa dagana, alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi.

Samskip taka virkan þátt í að bæta orkunýtingu

Bætt orkunýting og nýting annarra og vistvænni orkugjafa en jarðefnaeldsneytis eru Samskipum hugleikin. Þetta sagði Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, á opnum fundi um nýsköpun og hugvit í orkumálum sem fram fór í byrjun vikunnar.

Öryggismálin sett á 4DX oddinn

Ólíklegt er að farið hafi fram hjá nokkrum starfsmanni að hafið er í fjórða sinn sérstakt átak undir merkjum 4DX aðferðafræðinnar hjá Samskipum. Að þessu sinni er yfirmarkmið verkefnisins að bæta öryggismenningu fyrirtækisins, segir Aðalheiður María Vigfúsdóttir, sérfræðingur í umbótum í rekstri hjá Samskipum. 

Samskip styrkja sölu Bleiku slaufunnar 2017

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.  Bleika slaufan 2017 verður afhjúpuð á morgun 29. september, og salan hefst þá um leið.