Arnarfell og Helgafell í reglubundið viðhald

Arnarfell eitt áætlunarskipa Samskipa, fer í reglubundið viðhald í Rotterdam dagana 30.8 – 2.9.2016.   Þess vegna mun Arnarfell einungis lesta gáma til útflutnings til Immingham, Rotterdam og Cuxhaven.

Markmið í loftlagsmálum

Í SAMRÆMI VIÐ YFIRLÝSINGU UM MARKMIÐ Í LOFTLAGSMÁLUM SEM SAMSKIP UNDIRRITUÐU 16. NÓVEMBER 2015 HEFUR FÉLAGIÐ SETT SÉR EFTIRFARANDI MARKMIÐ

Samskip hljóta gullmerki í jafnlaunaúttekt PwC

Samskip hafa hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PWC. Gullmerki Jafnlaunaúttektar PWC veitist fyrirtækjum þar sem kynbundinn launamunur er ekki til staðar og staðfestir viðurkenningin það.

Lokun vegna landsleik

Ágætu viðskiptavinir Í tilefni landsleiks Íslands og Austurríkis á EM í dag miðvikudag verða allar skrifstofur Samskipa lokaðar frá kl 15:30 til að starfsmenn hafi tækifæri til að fylgjast með leiknum og styðja strákana okkar. Áfram Ísland!

Afkoman kynnt á starfsmannafundi

Rekstrartekjur Samskipa-samstæðunnar voru 624,8 milljónir evra (ISK 91 milljarður) á síðasta ári, 7,7% hærri en árið 2014.

Samskip og Ljósið

Samskip hafa gert samstarfssamning við Ljósið sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Samningur þessi felur í sér að næstu fimm árin munu Samskip aðstoða Ljósið við tæknilegan rekstur á tölvukerfi ásamt því að leggja til ákveðinn fjölda tölva á ári.

Samskip auka prammaflutninga um síki Evrópu

Samskip tvöfölduðu nýverið flutningsgetu sína með fljótaprömmum milli Rotterdam og Duisburg í Þýskalandi í samstarfi við flutningafyrirtækið Pro-Log sem sérhæfir sig í prammaflutningum.