Konan á Sæfara

Grímseyjaferjan Sæfari sem Samskip reka, fékk heldur betur andlitslyftingu um síðustu helgi þegar götulistamaðurinn Guido van Helten málaði magnað listaverk á kinnung skipsins. Gjörningurinn var hluti af dagskrá Akureyrarvöku.

Frábær tilþrif á golfmóti Samskipa

Margir mætir viðskiptavinir lögðu leið sína á glæsilegan Urriðavöll í liðinni viku til að taka þátt í árlegu golfmóti Samskipa. 

Samskipahöllin og Samskipavöllurinn með nýjum sjö ára samningi Spretts og Samskipa

Hestamannafélagið Sprettur og Samskip hafa undirritað nýjan samstarfssamning sem felur í sér að Samskip verða aðalstuðningsaðili félagsins næstu sjö árin.  Samningurinn felur meðal annars í sér að reiðhöll Spretts verður hér eftir nefnd Samskipahöllin og keppnisreiðvöllur félagsins utanhúss Samskipavöllurinn.

Hlaupandi Samskipafólk

Þessi glæsilegi hópur starfsfólks Samskipa og Jóna tók þátt í nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni sem fram fór um síðustu helgi.  Sumir hlupu 10 km á meðan aðrir hlupu 21 km.

Umfangsmikill útflutningur

Það er sjaldan dauður tími hjá starfsfólki útflutningsdeildar Samskipa. Útflutningur sjávarafurða er ofarlega í hugum margra þessa dagana. Gunnar Kvaran, forstöðumaður útflutningsdeildarinnar, segir afar mikilvægt að viðhalda gæðum vörunnar þannig að fiskurinn komist sem verðmætastur á leiðarenda

Ferðaþjónusta Samskipa

Þótt Samskip verði seint talin í hópi fyrirtækja í ferðaþjónustu er nokkuð um að erlendir ferðamenn, sem sækja landið heim, leiti eftir þjónustu félagsins.

Samskip með reglulega viðkomu á Húsavík

Húsavík er nýr viðkomustaður í siglingakerfi Samskipa. Skaftafell, nýtt skip félagsins, hefur þar viðkomu á tveggja vikna fresti, samkvæmt nýrri siglingaáætlun sem þegar hefur tekið gildi.

Nýtt skip í þjónustu Samskipa

Samskip hafa bætt við fjórða skipinu, Skaftafelli, í vöruflutninga milli Íslands og meginlands Evrópu. Fyrir eru Arnarfell, Helgafell og Hoffell á siglingaleiðinni. Með tilkomu Skaftafells hafa tvö skip félagsins nú viðkomu í Reykjavík í viku hverri. Með þessu eru Samskip að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flutningum til og frá landinu og bæta um leið þjónustu sína víða um land.

Nokkrar sekúndur í stað nokkurra daga

Rekstrarumhverfi fyrirtækja þegar kemur að útsendingu og móttöku á reikningum hefur gjörbreyst á örfáum árum og vegur þar þungt reglugerð sem sett var fyrir tveimur árum um rafræna reikninga.

Lífið á gámavellinum

Það er ekki annað hægt en að segja að Ólafur A. Ólafsson, rekstrarstjóri á gámavellinum hafi yfirsýn yfir völlinn og það sem þar fer fram.