Sjóflutningar hafa vinninginn

Fram kemur í nýbirtri samantekt og samanburði Hagstofu Íslands á losun koltvísýrings (CO2) að sjóflutningar eiga minnstan hlut í heildarlosun á Íslandi. Sú staðreynd kann að koma einhverjum á óvart, en endurspeglar um leið hversu vistvænir sjóflutningar eru í samanburði við aðra flutningsmáta í millilandaflutningum.
Samskip og Arnarlax hafa skrifað undir samstarfssamning um að Samskip annist útflutning á afurðum Arnarlax frá Bíldudal og innflutning á aðföngum fyrir fyrirtækið. Siglingarnar hófust miðvikudaginn 31. október þegar Skálafell kom í sína fyrstu ferð til Bíldudals, en langt er um liðið síðan þaðan hafa verið beinar millilandasiglingar.
Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa segir Norðurskautssiglingar ekki vera framtíðina í vöruflutningum til og frá Íslandi.
Birkir Hólm Guðnason, nýr forstjóri Samskipa, hefur búið í Danmörku, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Hann segist spenntur fyrir að starfa á nýjum vettvangi en síðustu 10 ár á undan hefur hann verið framkvæmdastjóri Icelandair.
Henný Lind Halldórsdóttir er nýráðin sem rekstrarstjóri svæðisskrifstofu Samskipa á Norðurlandi. Hún er þó langt því frá einhver nýgræðingur hjá fyrirtækinu á Akureyri, heldur hóf hún fyrst störf sem sumarstarfsmaður í afgreiðslu 2012, en fékk svo fulla ráðningu og hefur starfað óslitið hjá Samskipum síðan. Allan tímann hefur hún haft umsjón með þjónustu við skemmtiferðaskip sem sækja Akureyri heim.
Ottó Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri innflutningssviðs Samskipa. Með ráðningunni snýr Ottó aftur til Samskipa, en hann var forstöðumaður innflutningsdeildar Samskipa frá 2013 til loka árs 2016.
Vegna umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kveiki þriðjudagskvöldið 2. október, vilja Samskip árétta að verklagi hefur verið breytt frá þeim tíma (2017) sem fjallað var um í þættinum. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verða þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins.
Stjórn Samskipa hefur ráðið Birki Hólm Guðnason sem forstjóra Samskipa hf. Áður starfaði Birkir í 18 ár hjá Icelandair, þar af 6 ár á erlendum mörkuðum, en hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2008.
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum að eigin ósk og verður viðloðandi félagið við innleiðingu nýs siglingakerfis Samskipa auk þess að vera Birki innan handar á meðan hann kemur sér fyrir í nýju starfi.
Blásið til sóknar og kalli markaðarins mætt með bættri þjónustu.
Samskip gera stórfelldar breytingar á siglingaleiðum sínum nú í október. Í stað tveggja leiða verður nú siglt á þremur þar sem tvær, Norðurleið og Suðurleið, fara til Evrópu og ein, Strandleið, þjónar millilandaflutningum frá höfnum á Norður- og Austurlandi um Færeyjar til Evrópu. Við þessar breytingar bætist eitt skip í flotann.