Samskip gera tímamótasamning við Arnarlax

Samskip og Arnarlax hafa skrifað undir samstarfssamning um að Samskip annist útflutning á afurðum Arnarlax frá Bíldudal og innflutning á aðföngum fyrir fyrirtækið. Siglingarnar hófust miðvikudaginn 31. október þegar Skálafell kom í sína fyrstu ferð til Bíldudals, en langt er um liðið síðan þaðan hafa verið beinar millilandasiglingar.