Litríkur töffari við stjórnvölinn á Akureyri

Henný Lind Halldórsdóttir er nýráðin sem rekstrarstjóri svæðisskrifstofu Samskipa á Norðurlandi. Hún er þó langt því frá einhver nýgræðingur hjá fyrirtækinu á Akureyri, heldur hóf hún fyrst störf sem sumarstarfsmaður í afgreiðslu 2012, en fékk svo fulla ráðningu og hefur starfað óslitið hjá Samskipum síðan. Allan tímann hefur hún haft umsjón með þjónustu við skemmtiferðaskip sem sækja Akureyri heim.