Áætlanir skipanna fyrir 2016 komnar á vefinn

Siglingaáætlanir fyrir 2016 eru komnar hér á vef Samskipa, en þar er að finna áætlanir fyrir skip Samskipa sem sigla um Norður-Atlantshafið, til og frá Íslandi, en það eru Arnarfell, Helgafell, Samskip Hoffell og Samskip Skaftafell.

Dagatölin fyrir 2016 eru komin

Þriggja mánaða dagatölin frá Samskipum fyrir árið 2016 eru komin og að þessu sinni er myndin á dagatalinu af fulllestuðu Helgafellinu við Færeyjar.

Komur skipa í vikunni

Eftir óveður síðustu daga eru komnar uppfærðar komudagsetningar á skipunum.

Í góðum félagsskap í Jólaboði Samskipa

Jólaboð Samskipa fór fram síðastliðinn föstudag í Hörpu þar sem starfsmenn Samskipa og viðskiptavinir fögnuðu upphafi aðventunnar.   Margt var um manninn og andrúmsloftið var töfrandi innan um góðan mat og skemmtilega tóna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Samskip taka þátt í Sjávarútvegsráðstefnunni

Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa, verður meðal frummælenda á Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica dagana 19. og 20. nóvember.

Samskip opna vöruafgreiðslu á Húsavík

Samskip hafa opnað 600 m² vöruafgreiðslu á hafnarsvæðinu á Húsavík en starfsemi fyrirtækisins hefur aukist umtalsvert á svæðinu eftir að félagið hóf reglubundnar siglingar til Húsavíkur í sumar.