Hoffellið kemur til hafnar

Gámaskipið Samskip Hoffell kemur til hafnar í Reykjavík um kl. 17. Varðskipið Þór mun skila Hoffellinu af sér við Engey en þar taka dráttarbátar Faxaflóahafna við skipinu og aðstoða það síðasta spölinn að hafnarkantinum.

Hoffellið á heimleið

Varðskipið Þór er komið að Hoffellinu, þar sem það varð vélarvana um 160 sjómílum SV af Færeyjum.  Varðskipsmönnum gekk vel að koma taug yfir í Hoffellið þrátt fyrir töluverða ölduhæð.

Varðskipið Þór dregur Samskip Hoffell til Reykjavíkur

Um hádegisbil í dag, sunnudaginn 10. janúar, varð Samskip Hoffell vélarvana um 160 sjómílum suðvestur af Færeyjum á leið til Íslands. Helgafell, skip Samskipa, er við Hoffellið og í samskiptum við áhöfn þess.  Varðskipið Þór mun draga Hoffellið til hafnar í Reykjavík.

Áætlanir skipanna fyrir 2016 komnar á vefinn

Siglingaáætlanir fyrir 2016 eru komnar hér á vef Samskipa, en þar er að finna áætlanir fyrir skip Samskipa sem sigla um Norður-Atlantshafið, til og frá Íslandi, en það eru Arnarfell, Helgafell, Samskip Hoffell og Samskip Skaftafell.

Dagatölin fyrir 2016 eru komin

Þriggja mánaða dagatölin frá Samskipum fyrir árið 2016 eru komin og að þessu sinni er myndin á dagatalinu af fulllestuðu Helgafellinu við Færeyjar.

Komur skipa í vikunni

Eftir óveður síðustu daga eru komnar uppfærðar komudagsetningar á skipunum.