Í góðum félagsskap í Jólaboði Samskipa

Jólaboð Samskipa fór fram síðastliðinn föstudag í Hörpu þar sem starfsmenn Samskipa og viðskiptavinir fögnuðu upphafi aðventunnar.   Margt var um manninn og andrúmsloftið var töfrandi innan um góðan mat og skemmtilega tóna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Samskip taka þátt í Sjávarútvegsráðstefnunni

Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa, verður meðal frummælenda á Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica dagana 19. og 20. nóvember.

Samskip opna vöruafgreiðslu á Húsavík

Samskip hafa opnað 600 m² vöruafgreiðslu á hafnarsvæðinu á Húsavík en starfsemi fyrirtækisins hefur aukist umtalsvert á svæðinu eftir að félagið hóf reglubundnar siglingar til Húsavíkur í sumar.

FrigoCare hefur fengið endurnýjun á gæðastöðlum og vottunum

FrigoCare, frystigeymsla Samskipa í Rotterdam, hefur fengið endurnýjun á þeim sjö gæðastöðlum sem uppfylla þarf til að geta meðhöndlað og geymt matvæli ásamt því að fjórar skráningar hjá Evrópusambandinu hafa verið vottaðar og endurnýjaðar.

Afbragðs úttekt á Ísheimum

Í síðustu viku kom sendinefnd frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og fulltrúar frá MAST (Matvælastofnun) til að framkvæma gæðaúttekt á Ísheimum eins og verið hefur tvisvar á ári.