Fréttir

Samskip taka höndum saman við DC til að auka vægi gámaflutninga í Brasilíu - 18.1.2018

Nýr samstarfssamningur Samskip Logistics og flutningafyrirtækisins DC Logistics Brasil um þjónustu á landsvísu í Brasilíu vegna vaxandi gámaflutninga í Brasilíu.

Lesa meira
Samskip Hoffell

Hoffell tefst í nokkra daga - 9.1.2018

Viðgerð á Hoffellinu sem liggur í höfn á Eskifirði tekur lengri tíma en áður var áætlað. Við nánari skoðun á skipinu kom í ljós að kalla þurfti eftir varahlutum sem almennt er ekki að finna um borð og koma þeir frá útlöndum. Því er ljóst að skipið leggur ekki úr höfn í þessari viku.

Lesa meira
Samskip Hoffell

Hoffellið í vanda - 8.1.2018

Um kl. 18.00 í gærkvöldi varð flutningaskipið Hoffell sem er í eigu Samskipa, vélarvana þegar það var statt fyrir mynni Reyðarfjarðar. Skipið var að koma frá Reyðarfirði á leið sinni til Rotterdam þegar það missti vélarafl á aðalvél skipsins. Ljósavélar skipsins voru virkar.

Lesa meira
Nýir framkvæmdastjórar

Breytingar í framkvæmdastjórn Samskipa - 2.1.2018

Um áramótin tekur gildi nýtt skipurit Samskipa. Millilandasvið leggst af og í stað þess koma þrjú ný svið, Rekstrarsvið, Innflutningssvið og Útflutningssvið. Fjármálasvið og Innanlandssvið haldast óbreytt.

Lesa meira