Rétt tæki og mannskapur

Jóhannes Karl Kárason er flotastjóri og stýrir nánast öllum bílaflota Samskipa og Landflutninga. Hann kom til starfa í apríl sl. frá Ísafirði eftir að hafa starfað þar í nokkur ár. Bílaflotinn sem Jóhannes stýrir, sem samanstendur af allskyns tækjum, sendibílum, dráttarbílum, kassabílum o.s.frv. en einnig fylgir þessu starfi mikið starfsmannahald því, ríflega fimmtíu bílstjórar  svara til hans.

Ný þvottastöð fyrir flutningabíla

Samskip hafa tekið í notkun vel útbúna, sjálfvirka og afkastamikla þvottastöð fyrir flutningabíla sem leysir af hólmi aðra eldri sem þrifið hefur bíla Landflutninga á liðnum árum.

Berlínarmúrinn kominn í Borgartúnið

Fulltrúar Reykjavíkurborgar tóku formlega á móti myndskreyttri einingu úr Berlínarmúrnum laugardaginn  3. október. Um er að ræða gjöf frá listamiðstöðinni Neu West Berlin. Höfundur myndverksins er götulistamaðurinn Jakob Wagner.

Berlínarmúrinn kominn til landsins

Listaverk, steinsteypt eining úr Berlínarmúrnum, er komið til landsins með Hoffelli, einu af skipum Samskipa. Um er að ræða gjöf til Reykjavíkurborgar frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í tilefni af 25 ára endursameiningu Þýskalands. 

Sverrir á Selfossi

Nýlega áttum við stutt spjall við Sverri Unnarsson rekstrarstjóra hjá Landflutningum- Samskipum á Selfossi. Sverrir er nýr í starfi á Selfossi en sannarlega ekki nýr hjá félaginu. Hann kom til starfa fyrir Samskip og Landflutninga í Vestamannaeyjum 1999 þar sem hann var fyrst útkeyrslumaður, þá afgreiðslustjóri og síðan  rekstrarstjóri frá árinu 2006 allt til vormánaða 2014 að hann fluttist upp á land.

Orkuboltar fá útrás

Hjá Samskipum er mikil áhersla lögð á að saman fari leikur og störf. Það er séð til þess að orkuboltarnir fái útrás á vinnustaðnum. Það sama á við um alla þá sem vilja auka þol og almenna hreysti, andlega jafnt sem líkamlega.

Hagdeild hlýtur viðurkenningu

Samskip hf fengu sl. þriðjudag viðurkenningu fyrir framsækni og hollustu við notkun á hugbúnaði frá þjónustufyrirtæki sínu, WMD Scandinavia. Hugbúnaður þessi heldur utan um ósamþykkta reikninga og er áfastur SAP. 

Heimur minnkandi fer

Miklar framfarir á síðustu misserum í samskiptalausnum auðvelda starfsfólki Samskipa að tala saman heimshorna á milli og spara þannig dýrmætan tíma og fjármuni.