Rétt tæki og mannskapur

Jóhannes Karl Kárason er flotastjóri og stýrir nánast öllum bílaflota Samskipa og Landflutninga. Hann kom til starfa í apríl sl. frá Ísafirði eftir að hafa starfað þar í nokkur ár. Bílaflotinn sem Jóhannes stýrir, sem samanstendur af allskyns tækjum, sendibílum, dráttarbílum, kassabílum o.s.frv. en einnig fylgir þessu starfi mikið starfsmannahald því, ríflega fimmtíu bílstjórar svara til hans.