Samskip hljóta gullvottun EcoVadis

Samskip hf. hafa hlotið gullvottun EcoVadis á sviði samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni. EcoVadis er alþjóðlega viðurkenndur vottunaraðili og er úttekt fyrirtækisins afar ítarleg og nær til frammistöðu fyrirtækja um allan heim. Með viðurkenningunni eru Samskip hópi efstu 5% fyrirtækja á heimsvísu sem vottuð eru af EcoVadis.