Ekkert leiðakerfi nær til allra staða

Í kvöldfréttum RÚV síðastliðinn föstudag lýsti forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, því svo að ákvörðun stofnunarinnar í máli Eimskips og Samskipa væri „landsbyggðarmál“ og vísaði þar til viðskipta félaganna á landflutningamarkaði. Virðist sem forstjórinn telji það hafa verið hagsmunamál fyrir landsbyggðina að koma í veg fyrir þessi viðskipti, sem höfðu tíðkast í fámennari byggðalögum til fjölda ára.