Samskip fordæma ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

Samskip hafna niðurstöðu rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á ætluðu samráði Eimskips og Samskipa á árunum 2006 til 2013. Ályktanir um víðtækt og þaulskipulagt samráð eru með öllu tilhæfulausar og úr tengslum við gögn og staðreyndir. Samskip fordæma vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins við rannsóknina og hyggjast fá niðurstöðunni hnekkt.