Fiskidagurinn mikli tókst vel að vanda

Samskip hafa frá upphafi stutt á margvíslegan máta við fjölskylduhátíðina Fiskidaginn mikla á Dalvík. Í ár fór hátíðin fram dagana 8. til 11. ágúst. Væntingar um fjölda gesta gengu eftir þrátt fyrir óhagstæða veðurspá, sem reyndist einnig óþarflega svartsýn. Um er að ræða eina af mest sóttu fjöldahátíðum landsins og talið að á milli 27 og 28 þúsund manns hafi sótt Dalvík heim um helgina.

 

Nítjándi Fiskidagurinn á næsta leiti

Samskip hafa frá upphafi stutt á margvíslegan máta við fjölskylduhátíðina Fiskidaginn mikla á Dalvík. Í ár fer hátíðin fram 8. til 11. ágúst. Líkt og undanfarin ár er búist við fjölda gesta, enda Fiskidagurinn mikli með mest sóttu fjöldahátíðum landsins. 

Samskip tilnefnd í flokki hreinna flutninga

Samskip eru á meðal fimm fyrirtækja sem tilnefnd eru til verðlauna Safety4Sea og Europort í flokki hreinna flutninga (e. clean shipping award ). Fram kemur á síðu verðlaunanna að Samskip séu tilnefnd fyrir að hafa undanfarna 18 mánuði markvisst stutt við nýjungar í sjálfbærum flutningum með rannsóknum, þróun, innleiðingu tækninýjunga og þjálfun. 

Samskip bæta við skipum til Eystrasaltsins

 Samskip kynna nýja siglingaleið með auknum tengingum við Eystrasaltslöndin. Vikulegar siglingar á nýrri leið hefjast 16.ágúst næstkomandi, en með henni er bætt við viðkomustöðum í flutningakerfi Samskipa í Evrópu með tengingum við siglingar til og frá Íslandi.

Heimsmeistarar í siglingu á sólarrafhlöðubátum

Við sögðum ykkur nýverið frá liði háskólanema frá Delft sem tóku þátt í siglingakeppni á bátum sem eru knúnir sólarorku. Nú um helgina gerðu þau sér lítið fyrir og unnu keppnina og eru því heimsmeistarar í siglingu á opnu hafi á sólarrafhlöðubát.

Team Samskip er lagt af stað hjólandi

Team Samskip er lagt af stað í WOW cyclothon - stærstu hjólakeppni landsins. Hjólað verður hringinn í kringum landið 26. - 28. júní og að þessu sinni verður safnað fyrir Reykjadal en​ Reykjadalur eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. 

Nýir hitastýrðir gámar á leiðinni

Samskip hafa fjárfest í nýjum hitastýrðum gámum sem eru á leiðinni til landsins. Þetta er einn liður í undirbúningnum fyrir makrílvertíðina.