Nítjándi Fiskidagurinn á næsta leiti

Samskip hafa frá upphafi stutt á margvíslegan máta við fjölskylduhátíðina Fiskidaginn mikla á Dalvík. Í ár fer hátíðin fram 8. til 11. ágúst. Líkt og undanfarin ár er búist við fjölda gesta, enda Fiskidagurinn mikli með mest sóttu fjöldahátíðum landsins. 

Samskip tilnefnd í flokki hreinna flutninga

Samskip eru á meðal fimm fyrirtækja sem tilnefnd eru til verðlauna Safety4Sea og Europort í flokki hreinna flutninga (e. clean shipping award ). Fram kemur á síðu verðlaunanna að Samskip séu tilnefnd fyrir að hafa undanfarna 18 mánuði markvisst stutt við nýjungar í sjálfbærum flutningum með rannsóknum, þróun, innleiðingu tækninýjunga og þjálfun. 

Samskip bæta við skipum til Eystrasaltsins

 Samskip kynna nýja siglingaleið með auknum tengingum við Eystrasaltslöndin. Vikulegar siglingar á nýrri leið hefjast 16.ágúst næstkomandi, en með henni er bætt við viðkomustöðum í flutningakerfi Samskipa í Evrópu með tengingum við siglingar til og frá Íslandi.

Heimsmeistarar í siglingu á sólarrafhlöðubátum

Við sögðum ykkur nýverið frá liði háskólanema frá Delft sem tóku þátt í siglingakeppni á bátum sem eru knúnir sólarorku. Nú um helgina gerðu þau sér lítið fyrir og unnu keppnina og eru því heimsmeistarar í siglingu á opnu hafi á sólarrafhlöðubát.

Team Samskip er lagt af stað hjólandi

Team Samskip er lagt af stað í WOW cyclothon - stærstu hjólakeppni landsins. Hjólað verður hringinn í kringum landið 26. - 28. júní og að þessu sinni verður safnað fyrir Reykjadal en​ Reykjadalur eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. 

Nýir hitastýrðir gámar á leiðinni

Samskip hafa fjárfest í nýjum hitastýrðum gámum sem eru á leiðinni til landsins. Þetta er einn liður í undirbúningnum fyrir makrílvertíðina. 

Samskip styðja við smíði báts með sólarsellu

Samskip og Háskólinn í Delft (Delft University of Technology) hafa gert með sér samstarfssamning um stuðning við keppnislið nemenda í smíði báts með sólarsellu. Keppnin gengur út á hver smíðar hraðskreiðasta sólarsellubátinn.

Tveir nýir bílar bætast í flotann

Við tókum við við 2 nýjum Bens bílum í vikunni hjá bílaumboðinu Öskju en um er að ræða Bens Sprinter og Bens Atego.