Samskip bæta við skipum til Eystrasaltsins

Samskip kynna nýja siglingaleið með auknum tengingum við Eystrasaltslöndin. Vikulegar siglingar á nýrri leið hefjast 16.ágúst næstkomandi, en með henni er bætt við viðkomustöðum í flutningakerfi Samskipa í Evrópu með tengingum við siglingar til og frá Íslandi.