Nítjándi Fiskidagurinn á næsta leiti

Samskip hafa frá upphafi stutt á margvíslegan máta við fjölskylduhátíðina Fiskidaginn mikla á Dalvík. Í ár fer hátíðin fram 8. til 11. ágúst. Líkt og undanfarin ár er búist við fjölda gesta, enda Fiskidagurinn mikli með mest sóttu fjöldahátíðum landsins.