Samskip bæta við skipum til Eystrasaltsins

 Samskip kynna nýja siglingaleið með auknum tengingum við Eystrasaltslöndin. Vikulegar siglingar á nýrri leið hefjast 16.ágúst næstkomandi, en með henni er bætt við viðkomustöðum í flutningakerfi Samskipa í Evrópu með tengingum við siglingar til og frá Íslandi.

Heimsmeistarar í siglingu á sólarrafhlöðubátum

Við sögðum ykkur nýverið frá liði háskólanema frá Delft sem tóku þátt í siglingakeppni á bátum sem eru knúnir sólarorku. Nú um helgina gerðu þau sér lítið fyrir og unnu keppnina og eru því heimsmeistarar í siglingu á opnu hafi á sólarrafhlöðubát.

Team Samskip er lagt af stað hjólandi

Team Samskip er lagt af stað í WOW cyclothon - stærstu hjólakeppni landsins. Hjólað verður hringinn í kringum landið 26. - 28. júní og að þessu sinni verður safnað fyrir Reykjadal en​ Reykjadalur eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni. 

Nýir hitastýrðir gámar á leiðinni

Samskip hafa fjárfest í nýjum hitastýrðum gámum sem eru á leiðinni til landsins. Þetta er einn liður í undirbúningnum fyrir makrílvertíðina. 

Samskip styðja við smíði báts með sólarsellu

Samskip og Háskólinn í Delft (Delft University of Technology) hafa gert með sér samstarfssamning um stuðning við keppnislið nemenda í smíði báts með sólarsellu. Keppnin gengur út á hver smíðar hraðskreiðasta sólarsellubátinn.

Tveir nýir bílar bætast í flotann

Við tókum við við 2 nýjum Bens bílum í vikunni hjá bílaumboðinu Öskju en um er að ræða Bens Sprinter og Bens Atego.

Ara­grúi nýrra og spenn­andi tæki­færa

Stærsta sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing heims, Sea­food Global, fór fram í Brus­sel í síðasta mánuði. Fjöldi ís­lenskra fyr­ir­tækja var sam­an­kom­inn í Belg­íu, en ríf­lega 30 þúsund gest­ir víðsveg­ar að úr heim­in­um sóttu sýn­ing­una. 200 mílur tóku viðtal við Þórunni Ingu Ingjaldsdóttur, markaðsstjóra Samskipa, af því tilefni.

Samskip stuðla að framþróun í vetnisefnarafalstækni

Almenningur á Íslandi hefur síðustu 16 árin haft tækifæri til að kynnast vetnistækninni í ökutækjum með efnarafalstækni en í apríl 2003 opnaði fyrsta vetnisstöðin í heiminum á Íslandi, nánar tiltekið á Vesturlandsvegi hjá Skeljungi.