Samskip á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Samskip taka þátt í sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global og systursýningu hennar Seafood Processing Global sem haldnar verða dagana 21.-23. apríl í Brussel.  

Samskip fengu umhverfisverðlaun BIFA

Samskip urðu hlutskörpust í umhverfisflokki BIFA verðlaunanna (British International Freight Association Freight Service Awards) fyrir árið 2014, en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn 22. janúar í London.

Stefnt að brottför Horst B í byrjun næstu viku

Horst B, leiguskip Samskipa, er í Reykjavík.  Eins og greint var frá á mánudag kom upp vélarbilun og stendur viðgerð yfir. Ekki liggur fyrir hvenær henni lýkur en stefnt er að því að skipið fari frá Reykjavík í byrjun næstu viku.

Samskip koma fram í myndinni um Paddington

Björninn Paddington ættu flestir að þekkja enda hafa fjölmargar bækur og sjónvarpsþættir verið framleiddir í gegnum tíðina um þennan vinsæla björn.

Óvíst hvenær viðgerð á Horst B lýkur

Horst B, leiguskip Samskipa, er komið til Reykjavíkur.  Eins og greint var frá í gærmorgun kom upp vélarbilun og seinkaði komu skipsins til Reykjavíkur vegna þessa og slæms veðurs.

Horst B með bilaða vél

Horst B, leiguskip Samskipa, sem statt er suðvestur af Reykjanesi getur ekki keyrt á fullum hraða vegna vélarbilunar og slæms veðurs.  Af þessum sökum má búast við röskun á áætlun skipsins.

Samskip endurnýja styrktarsamning sinn við HSÍ

Samskip hafa endurnýjað styrktarsamning sinn við Handknattleikssamband Íslands til tveggja ára en fyrirtækið hefur verið eitt af aðal styrktarfyrirtækjum HSÍ frá árinu 1998.