Sjálfbærniskýrslan okkar er komin út!

Frá og með 27. mars mun Samskip flytja frá Rotterdam Short Sea Terminal (RST) inná Barge Centre Waalhaven (BCW).
Annan febrúar er alþjóðlegur dagur Votlendis og viðeigandi að horfa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til við endurheimt votlendis. Samskip eru eitt af níu fyrirtækjum sem stóðu að stofnun Votlendissjóðsins 30. apríl 2018, en verndari hans er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Samskip hafa gengið frá kaupum á 150 nýjum 40 feta frystigámum fyrir útflutning frá Íslandi og Færeyjum. Þessir gámar verða komnir í notkun á vormánuðum.
Samskip hafa verið öflugur samstarfsaðili HSÍ um langt skeið, eða í 23 ár. Við sendum íslenska handboltalandsliðinu góða strauma og hvetjum strákana áfram á EM.
Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu ræddi við Gísla Arnarson, framkvæmdastjóra innanlandssviðs Samskipa um orkuskipti í landflutningum í snörpum 15 mínútna þætti.
Siðastliðinn föstudag, lék veðurblíða við göngu og hlaupafólk félagsins eins og sjá má meðfylgjandi myndum . Ekki var keppt til sigurs heldur gamans.
Samskip hafa tekið í notkun glænýjan gámakrana á hafnarsvæði fyrirtækisins í Reykjavík. Tímamótunum er fagnað ákaflega hjá Samskipum enda eykur nýr krani rekstraröryggi í Reykjavík til muna.
Nú um mánaðarmótin tekur B. Sturluson við akstri og þjónustu Samskipa á Suðurfjörðum Vestfjarða, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal. Helgi Auðunsson og hans fólk í Nönnu ákváðu að láta gott heita eftir áratuga samstarf við Samskip og þökkum við þeim fyrir gott samstarf.