Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot

Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip koma því á framfæri að félagið vísar á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram.
Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip koma því á framfæri að félagið vísar á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram.
Vegna
slæms veðurs á leið til Evrópu hefur Horst B seinkað (ferð 1440HBB) og er skipið væntanlegt til Reykjavíkur miðvikudaginn 15. október.
Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, afhenti Guðbjörgu Matthíasdóttur, fyrir hönd Ísfélags Vestmannaeyja, verðlaun fyrir framúrskarandi flota á Íslensku sjávarútvegsverðlaununum.
Sérfræðingar Samskipa taka vel á móti gestum Sjávarútvegssýningarinnar sem heimsækja básinn okkar. Þar kynna þeir víðfemt og þéttriðið flutninganet okkar á sjó, landi og lofti um allan heim og einnig splunkunýjan vef Landflutninga.
Nú hefur nýr vefur Landflutninga litið dagsins ljós sem auðveldar aðgengi að upplýsingum um þjónustu félagsins. Undirbúningur hefur staðið í nokkurn tíma og á vefnum má m.a. finna gagnvirkt Íslandskort með upplýsingum um afgreiðslustaði og umboðsmenn og áætlanir Landflutninga.
Akrafell, flutningaskip félagsins sem strandaði við Vattarnes í liðinni viku, hefur verið bundið við bryggju á Eskifirði undanfarna daga.
Akrafell, flutningaskip Samskipa sem strandaði undan Vattarnesi að morgni laugardags 6.september, liggur nú við bryggju á Eskifirði eftir giftusamlega björgun. Engin mannskaði varð og er það fyrir mestu.
Um kl. 05.00 í morgun strandaði Akrafell undir Vattarnesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Leki kom þegar að skipinu. Björgunarsveitir frá Austfjörðum komu á strandstað skömmu síðar og búið er að koma hluta úr áhöfninni frá borði ásamt því að björgunarsveitarmenn eru komnir um borð í skipið. Áhöfnin er úr hættu. Aðgerðir eru í gangi til að dæla sjó úr skipinu ásamt því að koma í veg fyrir hugsanlega mengun. Veður á svæðinu er gott.
Sainty Vogue, sem leysir Helgafellið af þessa vikuna, mun ekki koma við í Vestmannaeyjum þessa vikuna.
Sjúrður Johansen hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Samskipa pf í Færeyjum. Hann mun taka við starfinu þann 1. september n.k.