Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot

Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip koma því á framfæri að félagið vísar á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram.  

Horst B seinkar til Reykjavíkur

Vegna slæms veðurs á leið til Evrópu hefur Horst B seinkað (ferð 1440HBB) og er skipið væntanlegt til Reykjavíkur miðvikudaginn 15. október.

Velkomin í bás G70

Sérfræðingar Samskipa taka vel á móti gestum Sjávarútvegssýningarinnar sem heimsækja básinn okkar. Þar kynna þeir víðfemt og þéttriðið flutninganet okkar á sjó, landi og lofti um allan heim og einnig splunkunýjan vef Landflutninga.

Nýr Landflutningavefur

Nú hefur nýr vefur Landflutninga litið dagsins ljós sem auðveldar aðgengi að upplýsingum um þjónustu félagsins.  Undirbúningur hefur staðið í nokkurn tíma og á vefnum má m.a. finna gagnvirkt Íslandskort með upplýsingum um  afgreiðslustaði og umboðsmenn og áætlanir Landflutninga.

Akrafell á leið til Reyðarfjarðar

Akrafell, flutningaskip félagsins sem strandaði við Vattarnes í liðinni viku, hefur verið bundið við bryggju á Eskifirði undanfarna daga.

Akrafell komið til hafnar á Eskifirði

Akrafell, flutningaskip Samskipa sem strandaði undan Vattarnesi að morgni laugardags 6.september, liggur nú við bryggju á Eskifirði eftir giftusamlega björgun. Engin mannskaði varð og er það fyrir mestu.

Samskip Akrafell strandaði við Vattarnes

Um kl. 05.00 í morgun strandaði Akrafell undir Vattarnesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Leki kom þegar að skipinu. Björgunarsveitir frá Austfjörðum komu á strandstað skömmu síðar og búið er að koma hluta úr áhöfninni frá borði ásamt því að björgunarsveitarmenn eru komnir um borð í skipið. Áhöfnin er úr hættu. Aðgerðir eru í gangi til að dæla sjó úr skipinu ásamt því að koma í veg fyrir hugsanlega mengun. Veður á svæðinu er gott.

Nýr framkvæmdastjóri í Færeyjum

Sjúrður Johansen hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Samskipa pf í Færeyjum. Hann mun taka við starfinu þann 1. september n.k.