Samskip styrkja Aldrei fór ég suður
Samskip styrkja tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskahelgina. Eins og undanfarin ár er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða. Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og fjölmargir sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg.