Samskip styrkja Aldrei fór ég suður

Samskip styrkja tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin verður á Ísafirði um páskahelgina. Eins og undanfarin ár er enginn aðgangseyrir að hátíðinni og því um einstakan viðburð að ræða. Allt tónlistarfólkið sem kemur fram gefur vinnu sína og fjölmargir sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg.

Akrafelli seinkar vegna slæms veðurs

Akrafelli (ferð 1409AKR) hefur seinkað á leið sinni til Reykjavíkur vegna mjög slæms veðurs. Er skipið áætlað til Reykjavíkur snemma aðfararnótt miðvikudags. Hefst vinna við skipið um nóttina og verður vinnu hraðað eins og kostur er.

Samskip útnefnd Menntafyrirtæki ársins

Samskip voru  í dag útnefnd Menntafyrirtæki ársins 2014. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt og voru fjögur fyrirtæki tilnefnd. Auk Samskipa voru Isavia, Landsbankinn og RioTinto Alcan á Ísland tilnefnd. 

Landflutningar kaupa bíla og tæki fyrir hálfan milljarð

Samskip hafa keypt bíla og margvísleg tæki fyrir um 150 milljónir króna á síðustu mánuðum fyrir Landflutninga. Frekari bíla- og tækjakaup eru framundan og er áætlað að þau kaup  nemi um 350 milljónum króna.